Volkswagen T-Prime GTE í Peking Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 12:56 Volkswagen er að frumsýna þennan laglega T-Prime tilraunabíl á bílasýningunni í Peking sem hófst í dag. Þessi bíll er tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid) og auk þess hlaðinn nýjustu tækni, til dæmis fleiri en einum snertiskjá, raddtæknistýringum, sveigðum upplýsingaskjá og snertiborði sem les handskrift. Fullt nafn bílsins er T-Prime Concept GTE og er hann fjórhjóladrifinn og með 375 hestafla drifrás. Hann kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu. Þó þetta sé nokkuð stór bíll þá fer hann í hundraðið á 6 sekúndum og hámarkshraðinn er 224 km/klst. Vélin í bílnum er 2,0 lítra og með forþjöppu og raflöðurnar eru 14,1 kW. T-Prime er fremur stór bíll og 17 cm lengri en núverandi Touareg jeppi og meira að segja 1 cm lengri en stóri fólksbíllinn Phaeton. Volkswagen segir að þessi bíll gefi tóninn hvað varðar nýja tækni í jepplingum og jeppum frá fyrirtækinu, sem og í útliti. Ekki er reyndar loku fyrir það skotið að þessi bíll líkist nýjum Audi Q7, nýjum jeppa í stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Þessi nýi jeppi verður sá stærsti frá Volkswagen, en Touareg sem frumsýndur verður af annarri kynslóð seinna í vor kemur þar fyrir neðan og Tiguan, sem þegar er búið að kynna af nýrri kynslóð kemur þar fyrir neðan. Tveir aðrir minni jepplingar verða svo kynntir á næstunni, bíll sem byggður verður á T-Roc tilraunabílnum og öðrum minni, sem byggður verður á T-Cross Breeze tilraunabílnum. Þá verða jeppar og jepplingar Volkswagen orðnir 5 talsins. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Volkswagen er að frumsýna þennan laglega T-Prime tilraunabíl á bílasýningunni í Peking sem hófst í dag. Þessi bíll er tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid) og auk þess hlaðinn nýjustu tækni, til dæmis fleiri en einum snertiskjá, raddtæknistýringum, sveigðum upplýsingaskjá og snertiborði sem les handskrift. Fullt nafn bílsins er T-Prime Concept GTE og er hann fjórhjóladrifinn og með 375 hestafla drifrás. Hann kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu. Þó þetta sé nokkuð stór bíll þá fer hann í hundraðið á 6 sekúndum og hámarkshraðinn er 224 km/klst. Vélin í bílnum er 2,0 lítra og með forþjöppu og raflöðurnar eru 14,1 kW. T-Prime er fremur stór bíll og 17 cm lengri en núverandi Touareg jeppi og meira að segja 1 cm lengri en stóri fólksbíllinn Phaeton. Volkswagen segir að þessi bíll gefi tóninn hvað varðar nýja tækni í jepplingum og jeppum frá fyrirtækinu, sem og í útliti. Ekki er reyndar loku fyrir það skotið að þessi bíll líkist nýjum Audi Q7, nýjum jeppa í stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Þessi nýi jeppi verður sá stærsti frá Volkswagen, en Touareg sem frumsýndur verður af annarri kynslóð seinna í vor kemur þar fyrir neðan og Tiguan, sem þegar er búið að kynna af nýrri kynslóð kemur þar fyrir neðan. Tveir aðrir minni jepplingar verða svo kynntir á næstunni, bíll sem byggður verður á T-Roc tilraunabílnum og öðrum minni, sem byggður verður á T-Cross Breeze tilraunabílnum. Þá verða jeppar og jepplingar Volkswagen orðnir 5 talsins.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent