Íslandsstofa valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 Sæunn Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2016 15:56 Frá vinstri: Ásta Pétursdóttir, Jón Ásbergsson, Guðni Th. Jóhannesson, Inga Hlín Pálsdóttir, María Hrund Marinósdóttir, Þórhallur Guðlaugsson. Mynd/Aðsend Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í dag. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin. Fram kemur í tilkynningu að í rökstuðningi dómnefndar komi meðal annars fram að markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum. Þá segir í rökstuðningi dómnefndar að gerðar séu markaðsrannsóknir og aðrar mælingar sem draga með faglegum hætti fram þann árangur sem rekja má til þess starfs sem unnið er hjá Íslandsstofu. Nefna má verulega aukningu á umferð í leitarvélum eftir að markhópur hefur orðið var við kynningarefni og að sá markhópur sé líklegri til að ferðast til Íslands eftir að hafa séð kynningarefnið. Umfram allt er markaðsstarf Íslandsstofu vel skilgreint, faglegt og unnið af raunsæi. Íslandsstofa hefur það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Dómnefnd var sammála um að veita ætti Íslandsstofu viðurkenningu sem Markaðsfyrirtæki ársins 2016. ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Sú breyting hefur orðið á formi keppninnar að í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins á sama ári, eru veitt verðlaun fyrir sinn hvorn titilinn, annað hvert ár. Dómnefndina skipuðu: Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar, María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK, Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels, Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is). Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki einnig tilnefnd til verðlaunanna í ár. Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í dag. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin. Fram kemur í tilkynningu að í rökstuðningi dómnefndar komi meðal annars fram að markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum. Þá segir í rökstuðningi dómnefndar að gerðar séu markaðsrannsóknir og aðrar mælingar sem draga með faglegum hætti fram þann árangur sem rekja má til þess starfs sem unnið er hjá Íslandsstofu. Nefna má verulega aukningu á umferð í leitarvélum eftir að markhópur hefur orðið var við kynningarefni og að sá markhópur sé líklegri til að ferðast til Íslands eftir að hafa séð kynningarefnið. Umfram allt er markaðsstarf Íslandsstofu vel skilgreint, faglegt og unnið af raunsæi. Íslandsstofa hefur það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Dómnefnd var sammála um að veita ætti Íslandsstofu viðurkenningu sem Markaðsfyrirtæki ársins 2016. ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Sú breyting hefur orðið á formi keppninnar að í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins á sama ári, eru veitt verðlaun fyrir sinn hvorn titilinn, annað hvert ár. Dómnefndina skipuðu: Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar, María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK, Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels, Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is). Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki einnig tilnefnd til verðlaunanna í ár.
Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira