Ítarlegt viðtal við Jón Arnór: Það þarf einhver að koma og sjá um Pavel Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2016 19:40 Koma Jóns Arnórs í KR hefur verið eitt verst geymda leyndarmál körfuboltans síðasta sólarhringinn eða svo. Í morgun boðuðu KR-ingar til blaðamannafundar og þótti þá ljóst að Jón Arnór var á leiðinni heim í Vesturbæinn – þar sem hann lék með yngri flokkunum. Fyrir utan KR hafði hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík, en forráðamenn beggja liða staðfestu við fréttastofu í hádeginu að þau teldu sig úr leik í kapphlaupinu um Jón. Á blaðamannafundinum í dag virtist hreinlega eins og Jón væri kominn heim til sín. Hann gekk brosandi um DHL-höllina með kaffibolla merktum KR. „Ég fann það svolítið í fyrra að mig langaði að enda þennan atvinnumannaferil og fara koma heim,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. „Það kemur sjálfum mér því ekkert rosalega mikið á óvart, að ég sé kominn heim. Ég er klár í það að enda ferilinn hérna heim.“ Jón segir að það hafi önnur lið en KR komið til greina hér á landi. „Ég ætlaði mér að ræða við nokkur félög og gefa þeim séns á því að koma fram með sitt. Ég gerði það en í lok dagsins lá það alltaf beinast við að koma aftur heim í Vesturbæinn,“ segir Jón og bætir við að uppeldisfélagið eigi alltaf sérstakan stað í hjarta hans. „Ég þekki þennan klúbb vel og allt fólkið í honum. Þetta er svona klúbbur sem ég væri til í að starfa fyrir í framtíðinni. Maður var líka að hugsa kannski nokkur ár fram í tímann og þetta er auðvitað einhvern veginn heimilið manns.“ Jón Arnór segir að nú þegar Helgi Magnússon sé hættur þurfti einhvern reynslubolta og leiðtoga til að sjá um Pavel Ermolinskij. Hér að neðan má sjá viðtalið við Jón í heild sinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild KR. 27. ágúst 2016 17:22 Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn Jón Arnór Stefánsson hefur ákveðið að koma heim til Íslands og spila í Domino's-deildinni í vetur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um með hvaða liði. 27. ágúst 2016 06:30 Jón Arnór kynntur til leiks í Vesturbænum í dag Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur að öllum líkindum með uppeldisfélagi sínu KR í Dominos-deild karla í vetur. 27. ágúst 2016 11:45 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Koma Jóns Arnórs í KR hefur verið eitt verst geymda leyndarmál körfuboltans síðasta sólarhringinn eða svo. Í morgun boðuðu KR-ingar til blaðamannafundar og þótti þá ljóst að Jón Arnór var á leiðinni heim í Vesturbæinn – þar sem hann lék með yngri flokkunum. Fyrir utan KR hafði hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík, en forráðamenn beggja liða staðfestu við fréttastofu í hádeginu að þau teldu sig úr leik í kapphlaupinu um Jón. Á blaðamannafundinum í dag virtist hreinlega eins og Jón væri kominn heim til sín. Hann gekk brosandi um DHL-höllina með kaffibolla merktum KR. „Ég fann það svolítið í fyrra að mig langaði að enda þennan atvinnumannaferil og fara koma heim,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. „Það kemur sjálfum mér því ekkert rosalega mikið á óvart, að ég sé kominn heim. Ég er klár í það að enda ferilinn hérna heim.“ Jón segir að það hafi önnur lið en KR komið til greina hér á landi. „Ég ætlaði mér að ræða við nokkur félög og gefa þeim séns á því að koma fram með sitt. Ég gerði það en í lok dagsins lá það alltaf beinast við að koma aftur heim í Vesturbæinn,“ segir Jón og bætir við að uppeldisfélagið eigi alltaf sérstakan stað í hjarta hans. „Ég þekki þennan klúbb vel og allt fólkið í honum. Þetta er svona klúbbur sem ég væri til í að starfa fyrir í framtíðinni. Maður var líka að hugsa kannski nokkur ár fram í tímann og þetta er auðvitað einhvern veginn heimilið manns.“ Jón Arnór segir að nú þegar Helgi Magnússon sé hættur þurfti einhvern reynslubolta og leiðtoga til að sjá um Pavel Ermolinskij. Hér að neðan má sjá viðtalið við Jón í heild sinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild KR. 27. ágúst 2016 17:22 Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn Jón Arnór Stefánsson hefur ákveðið að koma heim til Íslands og spila í Domino's-deildinni í vetur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um með hvaða liði. 27. ágúst 2016 06:30 Jón Arnór kynntur til leiks í Vesturbænum í dag Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur að öllum líkindum með uppeldisfélagi sínu KR í Dominos-deild karla í vetur. 27. ágúst 2016 11:45 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild KR. 27. ágúst 2016 17:22
Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn Jón Arnór Stefánsson hefur ákveðið að koma heim til Íslands og spila í Domino's-deildinni í vetur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um með hvaða liði. 27. ágúst 2016 06:30
Jón Arnór kynntur til leiks í Vesturbænum í dag Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur að öllum líkindum með uppeldisfélagi sínu KR í Dominos-deild karla í vetur. 27. ágúst 2016 11:45