130 milljónir í ráðgjöf vegna skuldaviðræðna Ingvar Haraldsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Reykjanesbær fær stóran hluta af kostnaði vegna aðkeyptar sérfræðiráðgjafar endurgreiddan frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna samkvæmt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar. vísir/gva Reykjanesbær og Reykjaneshöfn greiddu 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf og aðra sérfræðivinnu á síðasta ári vegna viðræðna við kröfuhafa sína um niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, telur ráðgjöfina hafi verið nauðsynlega forsendu viðræðna við kröfuhafa bæjarins sem hófust í mars á síðasta ári. „Við hefðum ekki farið í þær annars,“ segir hann. Inni í upphæðinni sé meðal annars greiðsla fyrir fjárhagslega úttekt sem gerð var á Reykjanesbæ árið 2014. Fjöldi utanaðkomandi lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðenda hafi unnið fyrir Reykjanesbæ í viðræðunum að sögn Kjartans. „Þessar útseldu stofur eru með háa taxta,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær greiddi sjálfur meginþorra upphæðarinnar eða 120 milljónir króna en Reykjaneshöfn 10 milljónir króna. Kjartan segir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni endurgreiða stóran hluta af útlögðum kostnaði vegna ráðgjafarinnar. Það verði hins vegar ekki gert upp fyrr en viðræðum við kröfuhafa ljúki.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbæjarÍ kynningu Reykjanesbæjar til allra kröfuhafa frá 22. febrúar kemur fram að samkomulag hafi náðst við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), um að afskrifa þyrfti 6.350 milljónir króna af heildarskuldum bæjarins svo hann geti uppfyllt lögbundið 150% skuldaviðmið árið 2022. Reykjanesbær hafði hótað því að óska eftir því að innanríkisráðuneytið skipaði fjárhagsstjórn yfir bænum myndi samkomulag ekki nást við kröfuhafa EFF. Samþykki annarra kröfuhafa fyrir afskriftarupphæðinni liggur hins vegar ekki fyrir að sögn Kjartans. Þá segir Kjartan ekkert samkomulag komið á um hve háa upphæð hver kröfuhafi afskrifi, hvorki í tilfelli kröfuhafa EFF né annarra. Bæjarfélagið skuldaði EFF 12,6 milljarða króna í árslok 2015. Heildarskuldir Reykjanesbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun verða 44 milljarðar króna í árslok 2016 verði engar af skuldum bæjarins afskrifaðar. „Þetta er búið að taka miklu lengri tíma heldur en við reiknuðum með í upphafi,“ segir Kjartan Már. Hins vegar sé of seint að snúa við nú. „Við erum komin allt of langt í málinu til að setja niður fótinn eða hætta við núna,“ segir Kjartan Már. Þá muni ráðgjöfin borga sig, og vel það, takist að semja um tæplega 6,4 milljarða króna afskrift á skuldum bæjarins. „Þó að þetta séu vissulega háar tölur, ég er ekki að gera lítið úr því,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær ber ábyrgð á skuldum Reykjaneshafnar. Höfnin hefur verið í greiðslustöðvun frá 15.?október og fékk síðast greiðslufrest framlengdan til 15. mars. Kjartan segir að upphaflega hafi staðið til að funda þá með öllum kröfuhöfum en nú standi til að fresta fundinum um mánuð, til 15. apríl. Markmið viðræðnanna hefur verið að gera Reykjanesbæ kleift að koma bænum undir lögbundið 150% skuldaviðmið fyrir árið 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar eru nú 221 prósent og miðað við áætlunar Reykjanesbæjar verður hlutfallið yfir 200 prósent árið 2022 fáist skuldir ekki afskrifaðar. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Reykjanesbær og Reykjaneshöfn greiddu 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf og aðra sérfræðivinnu á síðasta ári vegna viðræðna við kröfuhafa sína um niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, telur ráðgjöfina hafi verið nauðsynlega forsendu viðræðna við kröfuhafa bæjarins sem hófust í mars á síðasta ári. „Við hefðum ekki farið í þær annars,“ segir hann. Inni í upphæðinni sé meðal annars greiðsla fyrir fjárhagslega úttekt sem gerð var á Reykjanesbæ árið 2014. Fjöldi utanaðkomandi lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðenda hafi unnið fyrir Reykjanesbæ í viðræðunum að sögn Kjartans. „Þessar útseldu stofur eru með háa taxta,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær greiddi sjálfur meginþorra upphæðarinnar eða 120 milljónir króna en Reykjaneshöfn 10 milljónir króna. Kjartan segir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni endurgreiða stóran hluta af útlögðum kostnaði vegna ráðgjafarinnar. Það verði hins vegar ekki gert upp fyrr en viðræðum við kröfuhafa ljúki.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbæjarÍ kynningu Reykjanesbæjar til allra kröfuhafa frá 22. febrúar kemur fram að samkomulag hafi náðst við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), um að afskrifa þyrfti 6.350 milljónir króna af heildarskuldum bæjarins svo hann geti uppfyllt lögbundið 150% skuldaviðmið árið 2022. Reykjanesbær hafði hótað því að óska eftir því að innanríkisráðuneytið skipaði fjárhagsstjórn yfir bænum myndi samkomulag ekki nást við kröfuhafa EFF. Samþykki annarra kröfuhafa fyrir afskriftarupphæðinni liggur hins vegar ekki fyrir að sögn Kjartans. Þá segir Kjartan ekkert samkomulag komið á um hve háa upphæð hver kröfuhafi afskrifi, hvorki í tilfelli kröfuhafa EFF né annarra. Bæjarfélagið skuldaði EFF 12,6 milljarða króna í árslok 2015. Heildarskuldir Reykjanesbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun verða 44 milljarðar króna í árslok 2016 verði engar af skuldum bæjarins afskrifaðar. „Þetta er búið að taka miklu lengri tíma heldur en við reiknuðum með í upphafi,“ segir Kjartan Már. Hins vegar sé of seint að snúa við nú. „Við erum komin allt of langt í málinu til að setja niður fótinn eða hætta við núna,“ segir Kjartan Már. Þá muni ráðgjöfin borga sig, og vel það, takist að semja um tæplega 6,4 milljarða króna afskrift á skuldum bæjarins. „Þó að þetta séu vissulega háar tölur, ég er ekki að gera lítið úr því,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær ber ábyrgð á skuldum Reykjaneshafnar. Höfnin hefur verið í greiðslustöðvun frá 15.?október og fékk síðast greiðslufrest framlengdan til 15. mars. Kjartan segir að upphaflega hafi staðið til að funda þá með öllum kröfuhöfum en nú standi til að fresta fundinum um mánuð, til 15. apríl. Markmið viðræðnanna hefur verið að gera Reykjanesbæ kleift að koma bænum undir lögbundið 150% skuldaviðmið fyrir árið 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar eru nú 221 prósent og miðað við áætlunar Reykjanesbæjar verður hlutfallið yfir 200 prósent árið 2022 fáist skuldir ekki afskrifaðar.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira