130 milljónir í ráðgjöf vegna skuldaviðræðna Ingvar Haraldsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Reykjanesbær fær stóran hluta af kostnaði vegna aðkeyptar sérfræðiráðgjafar endurgreiddan frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna samkvæmt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar. vísir/gva Reykjanesbær og Reykjaneshöfn greiddu 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf og aðra sérfræðivinnu á síðasta ári vegna viðræðna við kröfuhafa sína um niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, telur ráðgjöfina hafi verið nauðsynlega forsendu viðræðna við kröfuhafa bæjarins sem hófust í mars á síðasta ári. „Við hefðum ekki farið í þær annars,“ segir hann. Inni í upphæðinni sé meðal annars greiðsla fyrir fjárhagslega úttekt sem gerð var á Reykjanesbæ árið 2014. Fjöldi utanaðkomandi lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðenda hafi unnið fyrir Reykjanesbæ í viðræðunum að sögn Kjartans. „Þessar útseldu stofur eru með háa taxta,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær greiddi sjálfur meginþorra upphæðarinnar eða 120 milljónir króna en Reykjaneshöfn 10 milljónir króna. Kjartan segir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni endurgreiða stóran hluta af útlögðum kostnaði vegna ráðgjafarinnar. Það verði hins vegar ekki gert upp fyrr en viðræðum við kröfuhafa ljúki.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbæjarÍ kynningu Reykjanesbæjar til allra kröfuhafa frá 22. febrúar kemur fram að samkomulag hafi náðst við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), um að afskrifa þyrfti 6.350 milljónir króna af heildarskuldum bæjarins svo hann geti uppfyllt lögbundið 150% skuldaviðmið árið 2022. Reykjanesbær hafði hótað því að óska eftir því að innanríkisráðuneytið skipaði fjárhagsstjórn yfir bænum myndi samkomulag ekki nást við kröfuhafa EFF. Samþykki annarra kröfuhafa fyrir afskriftarupphæðinni liggur hins vegar ekki fyrir að sögn Kjartans. Þá segir Kjartan ekkert samkomulag komið á um hve háa upphæð hver kröfuhafi afskrifi, hvorki í tilfelli kröfuhafa EFF né annarra. Bæjarfélagið skuldaði EFF 12,6 milljarða króna í árslok 2015. Heildarskuldir Reykjanesbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun verða 44 milljarðar króna í árslok 2016 verði engar af skuldum bæjarins afskrifaðar. „Þetta er búið að taka miklu lengri tíma heldur en við reiknuðum með í upphafi,“ segir Kjartan Már. Hins vegar sé of seint að snúa við nú. „Við erum komin allt of langt í málinu til að setja niður fótinn eða hætta við núna,“ segir Kjartan Már. Þá muni ráðgjöfin borga sig, og vel það, takist að semja um tæplega 6,4 milljarða króna afskrift á skuldum bæjarins. „Þó að þetta séu vissulega háar tölur, ég er ekki að gera lítið úr því,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær ber ábyrgð á skuldum Reykjaneshafnar. Höfnin hefur verið í greiðslustöðvun frá 15.?október og fékk síðast greiðslufrest framlengdan til 15. mars. Kjartan segir að upphaflega hafi staðið til að funda þá með öllum kröfuhöfum en nú standi til að fresta fundinum um mánuð, til 15. apríl. Markmið viðræðnanna hefur verið að gera Reykjanesbæ kleift að koma bænum undir lögbundið 150% skuldaviðmið fyrir árið 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar eru nú 221 prósent og miðað við áætlunar Reykjanesbæjar verður hlutfallið yfir 200 prósent árið 2022 fáist skuldir ekki afskrifaðar. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Reykjanesbær og Reykjaneshöfn greiddu 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf og aðra sérfræðivinnu á síðasta ári vegna viðræðna við kröfuhafa sína um niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, telur ráðgjöfina hafi verið nauðsynlega forsendu viðræðna við kröfuhafa bæjarins sem hófust í mars á síðasta ári. „Við hefðum ekki farið í þær annars,“ segir hann. Inni í upphæðinni sé meðal annars greiðsla fyrir fjárhagslega úttekt sem gerð var á Reykjanesbæ árið 2014. Fjöldi utanaðkomandi lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðenda hafi unnið fyrir Reykjanesbæ í viðræðunum að sögn Kjartans. „Þessar útseldu stofur eru með háa taxta,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær greiddi sjálfur meginþorra upphæðarinnar eða 120 milljónir króna en Reykjaneshöfn 10 milljónir króna. Kjartan segir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni endurgreiða stóran hluta af útlögðum kostnaði vegna ráðgjafarinnar. Það verði hins vegar ekki gert upp fyrr en viðræðum við kröfuhafa ljúki.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbæjarÍ kynningu Reykjanesbæjar til allra kröfuhafa frá 22. febrúar kemur fram að samkomulag hafi náðst við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), um að afskrifa þyrfti 6.350 milljónir króna af heildarskuldum bæjarins svo hann geti uppfyllt lögbundið 150% skuldaviðmið árið 2022. Reykjanesbær hafði hótað því að óska eftir því að innanríkisráðuneytið skipaði fjárhagsstjórn yfir bænum myndi samkomulag ekki nást við kröfuhafa EFF. Samþykki annarra kröfuhafa fyrir afskriftarupphæðinni liggur hins vegar ekki fyrir að sögn Kjartans. Þá segir Kjartan ekkert samkomulag komið á um hve háa upphæð hver kröfuhafi afskrifi, hvorki í tilfelli kröfuhafa EFF né annarra. Bæjarfélagið skuldaði EFF 12,6 milljarða króna í árslok 2015. Heildarskuldir Reykjanesbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun verða 44 milljarðar króna í árslok 2016 verði engar af skuldum bæjarins afskrifaðar. „Þetta er búið að taka miklu lengri tíma heldur en við reiknuðum með í upphafi,“ segir Kjartan Már. Hins vegar sé of seint að snúa við nú. „Við erum komin allt of langt í málinu til að setja niður fótinn eða hætta við núna,“ segir Kjartan Már. Þá muni ráðgjöfin borga sig, og vel það, takist að semja um tæplega 6,4 milljarða króna afskrift á skuldum bæjarins. „Þó að þetta séu vissulega háar tölur, ég er ekki að gera lítið úr því,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær ber ábyrgð á skuldum Reykjaneshafnar. Höfnin hefur verið í greiðslustöðvun frá 15.?október og fékk síðast greiðslufrest framlengdan til 15. mars. Kjartan segir að upphaflega hafi staðið til að funda þá með öllum kröfuhöfum en nú standi til að fresta fundinum um mánuð, til 15. apríl. Markmið viðræðnanna hefur verið að gera Reykjanesbæ kleift að koma bænum undir lögbundið 150% skuldaviðmið fyrir árið 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar eru nú 221 prósent og miðað við áætlunar Reykjanesbæjar verður hlutfallið yfir 200 prósent árið 2022 fáist skuldir ekki afskrifaðar.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira