Lítil eftirspurn eftir græðgi og baktjaldamakki Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2016 18:34 Fjármálaráðherra segir fyrirætlanir tryggingafélaganna um milljarða arðgreiðslur áminningu um að atvinnulífið eins og aðrir í samfélaginu þyrftu að taka þátt í að auka traust í samfélaginu á nýjan leik. Stjórnir stærstu tryggingafélaganna ákváðu í dag að lækka greiðslurnar um fimm og hálfan milljarð. Fjármálaráðherra og þingmenn fögnuðu því í umræðum á Alþingi í dag að tryggingafélög hefðu ákveðið að lækka arðgreiðslur sínar. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og sagði upprunaleg áform tryggingafélaganna sýna endurreisn græðgisvæðingarinnar í þjóðfélaginu. „Ég held að menn ættu að átta sig á því í viðskiptalífinu á Íslandi að það er lítil eftirspurn eftir græðginni og það er lítil eftirspurn eftir baktjaldamakki og sölu hluta til vildarvina í lokuðu ferli og öðrum slíkum hlutum. Viðbrögðin undanfarnar vikur og mánuði hafa sýnt það og það er vel, því það veitir greinilega ekki af að veita aðhald,“ sagði Stengrímur. Stjórn Sjóvar leggur til að arðgreiðslur lækki um rúma 2,4 milljarða og stjórn VÍS að þær lækki um þrjá milljarða. Steingrímur segir að engu að síður ætli félögin að greiða út sem svari til alls hagnaðar þeirra á síðasta ári. Tryggingafélögin hefðu einnig vísað til Evróputilskipunar sem ekki hefði tekið gildi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði þetta mál áminningu um að atvinnulífið áttaði sig áþví að allir þyrftu að standa saman í að endurheimta traust í landinu. „Traust á milli almennings og atvinnustarfseminnar, traust á milli kjósenda og stjórnmálaflokka, kjósenda og Alþingis, á eftirlitsstofnunum og svo framvegis. Okkur miðar ágætlega á mörgum sviðum en atvinnulífið og vinnumarkaðurinn í heild sinni verður líka að skila sínu í þeirri umræðu,“ sagði Bjarni. Það gengi ekki upp að hækka iðgjöld á lögbundnum tryggingum og taka út á sama tíma margra ára uppsafnaðan arð. Fleiri þingmenn tóku undir sjónarmið Bjarna og Steingríms en þó ekki allir. Sigríður Andersen sagðist ekki ætla að taka undir vanþóknun innan og utan þings á tryggingarfélögunum, eða taka þátt í geðshræringum og stóryrðum. Það þyrfti líka að huga að eigendum tryggingafélaganna nú þegar lækka ætti arðgreiðslurnar. „Hver hefur talað máli sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna sem verða hér af greiðslu, ríkissjóður af 420 milljóna arðgreiðslu við þessa ákvörðun ef hún raungerist. Hver ætlar að tala máli sjóðsfélaganna í lífeyrissjóðunum í þessu máli,“ spurði Sigríður Andersen á Alþingi í dag. Tengdar fréttir Lækka arðgreiðslur sínar í 657 milljónir Sjóvá segir umræðu um umdeildar tillögur um arðgreiðslur hafa ógnað orðspori félagsins. 10. mars 2016 12:04 VÍS lækkar arðgreiðslu um þrjá milljarða Stjórnin segir núverandi arðgreiðslustefnu geta skaðað orðspor fyrirtækisins. 10. mars 2016 15:03 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Fjármálaráðherra segir fyrirætlanir tryggingafélaganna um milljarða arðgreiðslur áminningu um að atvinnulífið eins og aðrir í samfélaginu þyrftu að taka þátt í að auka traust í samfélaginu á nýjan leik. Stjórnir stærstu tryggingafélaganna ákváðu í dag að lækka greiðslurnar um fimm og hálfan milljarð. Fjármálaráðherra og þingmenn fögnuðu því í umræðum á Alþingi í dag að tryggingafélög hefðu ákveðið að lækka arðgreiðslur sínar. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og sagði upprunaleg áform tryggingafélaganna sýna endurreisn græðgisvæðingarinnar í þjóðfélaginu. „Ég held að menn ættu að átta sig á því í viðskiptalífinu á Íslandi að það er lítil eftirspurn eftir græðginni og það er lítil eftirspurn eftir baktjaldamakki og sölu hluta til vildarvina í lokuðu ferli og öðrum slíkum hlutum. Viðbrögðin undanfarnar vikur og mánuði hafa sýnt það og það er vel, því það veitir greinilega ekki af að veita aðhald,“ sagði Stengrímur. Stjórn Sjóvar leggur til að arðgreiðslur lækki um rúma 2,4 milljarða og stjórn VÍS að þær lækki um þrjá milljarða. Steingrímur segir að engu að síður ætli félögin að greiða út sem svari til alls hagnaðar þeirra á síðasta ári. Tryggingafélögin hefðu einnig vísað til Evróputilskipunar sem ekki hefði tekið gildi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði þetta mál áminningu um að atvinnulífið áttaði sig áþví að allir þyrftu að standa saman í að endurheimta traust í landinu. „Traust á milli almennings og atvinnustarfseminnar, traust á milli kjósenda og stjórnmálaflokka, kjósenda og Alþingis, á eftirlitsstofnunum og svo framvegis. Okkur miðar ágætlega á mörgum sviðum en atvinnulífið og vinnumarkaðurinn í heild sinni verður líka að skila sínu í þeirri umræðu,“ sagði Bjarni. Það gengi ekki upp að hækka iðgjöld á lögbundnum tryggingum og taka út á sama tíma margra ára uppsafnaðan arð. Fleiri þingmenn tóku undir sjónarmið Bjarna og Steingríms en þó ekki allir. Sigríður Andersen sagðist ekki ætla að taka undir vanþóknun innan og utan þings á tryggingarfélögunum, eða taka þátt í geðshræringum og stóryrðum. Það þyrfti líka að huga að eigendum tryggingafélaganna nú þegar lækka ætti arðgreiðslurnar. „Hver hefur talað máli sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna sem verða hér af greiðslu, ríkissjóður af 420 milljóna arðgreiðslu við þessa ákvörðun ef hún raungerist. Hver ætlar að tala máli sjóðsfélaganna í lífeyrissjóðunum í þessu máli,“ spurði Sigríður Andersen á Alþingi í dag.
Tengdar fréttir Lækka arðgreiðslur sínar í 657 milljónir Sjóvá segir umræðu um umdeildar tillögur um arðgreiðslur hafa ógnað orðspori félagsins. 10. mars 2016 12:04 VÍS lækkar arðgreiðslu um þrjá milljarða Stjórnin segir núverandi arðgreiðslustefnu geta skaðað orðspor fyrirtækisins. 10. mars 2016 15:03 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Lækka arðgreiðslur sínar í 657 milljónir Sjóvá segir umræðu um umdeildar tillögur um arðgreiðslur hafa ógnað orðspori félagsins. 10. mars 2016 12:04
VÍS lækkar arðgreiðslu um þrjá milljarða Stjórnin segir núverandi arðgreiðslustefnu geta skaðað orðspor fyrirtækisins. 10. mars 2016 15:03