Viðskipti erlent

Markaðir á hlaupum undan sigri Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill usli er á mörkuðum í Asíu.
Mikill usli er á mörkuðum í Asíu. Vísir/AFP
Svo virðist sem að markaðir um heim allan hafi ekki verið undirbúnir fyrir mögulegan sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Dollarinn hefur lækkað verulega í verði sem og vísitölur og hlutabréf í Asíu.

Pesóinn, gjaldmiðill Mexíkó, hefur aldrei verið lægri samkvæmt frétt Reuters, en Trump hefur lengi heitið því að byggja vegg á landamærum ríkjanna,og láta Mexíkó borga fyrir smíðina, og skattleggja peninga sem innflytjendur senda til fjölskyldna sinna í Mexíkó. Hann hefur jafnframt heitið því að senda Mexíkóa sem eru ólöglega í Bandaríkjunum aftur til Mexíkó.

Samkvæmt Guardian er búist við því að vísitölur í Bandaríkjunum muni einfaldlega hrynja þegar markaðir opna. Mögulega verði hrunið meira en í september 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×