Latvala ók á áhorfanda og hélt áfram Finnur Thorlacius skrifar 25. janúar 2016 13:13 Latvala á snævi þöktum götum í Monte Carlo rallinu um helgina. Rallökumaðurinn Jari-Matti Latvala ók á ljósmyndara á leið sinni í Monte Carlo rallinu um helgina en hélt samt áfram för sinni án þess að gæta að hvort allt væri í lagi með hann. Þessu voru mótshaldara ekki ýkja hrifnir af og hafa sektað hann um 5.000 pund, eða 940.000 kr. Latvala er ekki sáttur við sektina og segir að hann hafi aldrei séð ljósmyndarann vegna þess gríðarmikla snævar sem þeyttist yfir bílinn, en áreksturinn átti sér stað í beygju þar sem bíllinn fór örlítið útaf veginum. Latvala hefur þó sönnunargögn á móti sér því bæði eru til upptökur innan úr bílnum þar sem ljósmyndarinn er á húddi bílsins og einnig eru til upptökur af samtali hans við keppnislið sitt þar sem hann biður þá að tékka á því hvort ljósmyndarinn er ekki í lagi þar sem hann hafi líklega ekið á áhorfanda. Í því ljósi er ekki skrítið að keppnishaldara hafi sektað Latvala og gæti sektin sýnst lág í því ljósi. Ljósmyndarinn meiddist ekki mikið. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent
Rallökumaðurinn Jari-Matti Latvala ók á ljósmyndara á leið sinni í Monte Carlo rallinu um helgina en hélt samt áfram för sinni án þess að gæta að hvort allt væri í lagi með hann. Þessu voru mótshaldara ekki ýkja hrifnir af og hafa sektað hann um 5.000 pund, eða 940.000 kr. Latvala er ekki sáttur við sektina og segir að hann hafi aldrei séð ljósmyndarann vegna þess gríðarmikla snævar sem þeyttist yfir bílinn, en áreksturinn átti sér stað í beygju þar sem bíllinn fór örlítið útaf veginum. Latvala hefur þó sönnunargögn á móti sér því bæði eru til upptökur innan úr bílnum þar sem ljósmyndarinn er á húddi bílsins og einnig eru til upptökur af samtali hans við keppnislið sitt þar sem hann biður þá að tékka á því hvort ljósmyndarinn er ekki í lagi þar sem hann hafi líklega ekið á áhorfanda. Í því ljósi er ekki skrítið að keppnishaldara hafi sektað Latvala og gæti sektin sýnst lág í því ljósi. Ljósmyndarinn meiddist ekki mikið.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent