Óþolandi árás á alþjóðalög Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 18. apríl 2016 00:00 Hernám Marokkó á Vestur-Sahara hefur nú staðið í fjóra áratugi, en Marokkómenn sölsuðu undir sig landið eftir að Spánverjar drógu sig frá þessari fyrrum nýlendu sinni. Framferði Marokkóstjórnar var fordæmt af alþjóðasamfélaginu og hafa Sameinuðu þjóðirnar margítrekað þá afstöðu sína að hernámið sé ólöglegt og að virða beri sjálfsákvörðunarrétt íbúa svæðisins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Vestur-Saharabúa um framtíðarstjórnskipan sína. Árið 1991 var samið vopnahlé í áralangri borgarastyrjöld í landinu milli POLISARIO, sjálfstæðishreyfingar Vestur-Sahara og stjórnarhers Marokkó. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hélt þá til landsins með það yfirlýsta hlutverk að tryggja frið milli deiluaðila og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu svæðisins. Frá þeim tíma hefur Marokkóstjórn dregið lappirnar og staðið í vegi fyrir framkvæmd kosninganna. Fyrr á þessu ári dró til tíðinda þegar Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Marokkó og æskti þess að fá að heimsækja hið hernumda landsvæði. Marokkóstjórn hafnaði þeirri beiðni, sem út af fyrir sig er hrópleg ósvífni í garð þessara mikilvægustu alþjóðasamtaka í heimi. Ban Ki Moon lét þetta þó ekki stöðva sig heldur heimsótti flóttamannabúðir Vestur-Saharabúa í Alsír og héruð innan landamæra Vestur-Sahara sem eru á valdi POLISARIO. Á ferðalagi þessu talaði aðalritarinn um hernám Marokkóstjórnar, en slíkt orðalag á sér fyrirmyndir í mörgum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Marokkó brást ókvæða við ferðalaginu og notaði ummælin sem átyllu til að reka úr landi stóran hluta friðargæsluliðanna. Fyrir utan það að tefla þannig í tvísýnu viðkvæmu vopnahléi, er hér um fordæmalausa og grafalvarlega aðgerð að ræða. Að ríkisstjórn taki einhliða ákvörðun um að víkja úr landi friðargæsluliðum í aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna er óásættanlegt með öllu. Ban Ki Moon hefur leitað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir einarðri stuðningsyfirlýsingu í þessu máli, en því miður ekki fengið. Ástæðan er sú að Marokkóstjórn er undir verndarvæng Frakka, sem raunar hafa margoft beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu þegar kemur að málefnum Vestur-Sahara. Fyrir smáríki eins og Ísland er það sérstaklega mikilvægt að tryggja að alþjóðalög séu virt og ríkjum líðist ekki að beita aflsmunum gegn nágrönnum sínum. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld láti mál þetta til sín taka og beiti áhrifamætti sínum á alþjóðavettvangi til að tryggja að Marokkóstjórn komist ekki upp með að sýna alþjóðasamfélaginu fyrirlitningu í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hernám Marokkó á Vestur-Sahara hefur nú staðið í fjóra áratugi, en Marokkómenn sölsuðu undir sig landið eftir að Spánverjar drógu sig frá þessari fyrrum nýlendu sinni. Framferði Marokkóstjórnar var fordæmt af alþjóðasamfélaginu og hafa Sameinuðu þjóðirnar margítrekað þá afstöðu sína að hernámið sé ólöglegt og að virða beri sjálfsákvörðunarrétt íbúa svæðisins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Vestur-Saharabúa um framtíðarstjórnskipan sína. Árið 1991 var samið vopnahlé í áralangri borgarastyrjöld í landinu milli POLISARIO, sjálfstæðishreyfingar Vestur-Sahara og stjórnarhers Marokkó. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hélt þá til landsins með það yfirlýsta hlutverk að tryggja frið milli deiluaðila og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu svæðisins. Frá þeim tíma hefur Marokkóstjórn dregið lappirnar og staðið í vegi fyrir framkvæmd kosninganna. Fyrr á þessu ári dró til tíðinda þegar Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Marokkó og æskti þess að fá að heimsækja hið hernumda landsvæði. Marokkóstjórn hafnaði þeirri beiðni, sem út af fyrir sig er hrópleg ósvífni í garð þessara mikilvægustu alþjóðasamtaka í heimi. Ban Ki Moon lét þetta þó ekki stöðva sig heldur heimsótti flóttamannabúðir Vestur-Saharabúa í Alsír og héruð innan landamæra Vestur-Sahara sem eru á valdi POLISARIO. Á ferðalagi þessu talaði aðalritarinn um hernám Marokkóstjórnar, en slíkt orðalag á sér fyrirmyndir í mörgum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Marokkó brást ókvæða við ferðalaginu og notaði ummælin sem átyllu til að reka úr landi stóran hluta friðargæsluliðanna. Fyrir utan það að tefla þannig í tvísýnu viðkvæmu vopnahléi, er hér um fordæmalausa og grafalvarlega aðgerð að ræða. Að ríkisstjórn taki einhliða ákvörðun um að víkja úr landi friðargæsluliðum í aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna er óásættanlegt með öllu. Ban Ki Moon hefur leitað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir einarðri stuðningsyfirlýsingu í þessu máli, en því miður ekki fengið. Ástæðan er sú að Marokkóstjórn er undir verndarvæng Frakka, sem raunar hafa margoft beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu þegar kemur að málefnum Vestur-Sahara. Fyrir smáríki eins og Ísland er það sérstaklega mikilvægt að tryggja að alþjóðalög séu virt og ríkjum líðist ekki að beita aflsmunum gegn nágrönnum sínum. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld láti mál þetta til sín taka og beiti áhrifamætti sínum á alþjóðavettvangi til að tryggja að Marokkóstjórn komist ekki upp með að sýna alþjóðasamfélaginu fyrirlitningu í þessu máli.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun