Stjórn Bílgreinasambandsins endurkjörin Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2016 09:56 Jón Trausti Ólafsson var endurkjörinn formaður Bílgreinasambandsins. Stjórn Bílgreinasambandsins var endurkjörin á aðalfundi þess í gær. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju er áfram formaður Bílgreinsambandsins og aðrir í stjórn BGS eru Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri hjá BL, Sverrir Gunnarsson, frá Nýsprautun, Lárus Sigurðsson, forstjóri Bílanaust, Einar Sigursson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Varamenn eru Atli Vilhjálmsson frá Betri bílum og Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna. Góð mæting var á aðalfund BGS þar sem Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, hélt fyrirlestur og fjallaði m.a. um fjárfestingaþörf í samgöngumannvirkjum. Gísli sagði meðal annars að mjög mikið vantaði upp á fjárfestingar í samgöngumannvirkjum á Íslandi. Gísli sagði ennfremur að miklir fjármunir töpuðust árlega vegna ágangs á þau samgöngumannvirki sem fyrir eru vegna aukningar í umferð og það væri mjög mikilvægt að endurnýja og bæta við nýjum samgöngumannvirkjum. Hann sagði afar brýnt að ráðast í gerð Sundabrautar og tvöföldunar í Hvalfjarðargöngunum. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, hélt erindi um þjónustu og framtíðarhorfur bílaleigugeirans, en sú grein hefur mikið með umhverfi bílgreinarinnar að gera í nútíð og framtíð. Að lokum hélt Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur erindi sem hann kallaði að vinna sigra saman. ,,Það er mikill uppgangur í bílgreininni það sem af er ári og aukningin í nýskráningum fólksbíla sem af er þessu ári miðað við sama tíma í ári er 57%. Allar ytri aðstæður eru góðar og almenn bjarsýni virðist ríkja. Það er góður gangur á bílasölum, verkstæðum og varahlutasölum," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri BGS. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent
Stjórn Bílgreinasambandsins var endurkjörin á aðalfundi þess í gær. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju er áfram formaður Bílgreinsambandsins og aðrir í stjórn BGS eru Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri hjá BL, Sverrir Gunnarsson, frá Nýsprautun, Lárus Sigurðsson, forstjóri Bílanaust, Einar Sigursson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Varamenn eru Atli Vilhjálmsson frá Betri bílum og Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna. Góð mæting var á aðalfund BGS þar sem Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, hélt fyrirlestur og fjallaði m.a. um fjárfestingaþörf í samgöngumannvirkjum. Gísli sagði meðal annars að mjög mikið vantaði upp á fjárfestingar í samgöngumannvirkjum á Íslandi. Gísli sagði ennfremur að miklir fjármunir töpuðust árlega vegna ágangs á þau samgöngumannvirki sem fyrir eru vegna aukningar í umferð og það væri mjög mikilvægt að endurnýja og bæta við nýjum samgöngumannvirkjum. Hann sagði afar brýnt að ráðast í gerð Sundabrautar og tvöföldunar í Hvalfjarðargöngunum. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, hélt erindi um þjónustu og framtíðarhorfur bílaleigugeirans, en sú grein hefur mikið með umhverfi bílgreinarinnar að gera í nútíð og framtíð. Að lokum hélt Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur erindi sem hann kallaði að vinna sigra saman. ,,Það er mikill uppgangur í bílgreininni það sem af er ári og aukningin í nýskráningum fólksbíla sem af er þessu ári miðað við sama tíma í ári er 57%. Allar ytri aðstæður eru góðar og almenn bjarsýni virðist ríkja. Það er góður gangur á bílasölum, verkstæðum og varahlutasölum," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri BGS.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent