Kauphöllin í Stokkhólmi kjörin fyrir íslensku bankana jón hákon halldórsson skrifar 20. apríl 2016 11:30 Adam Kostyál Kauphöllin Nasdaq Kauphöllin í Stokkhólmi er kjörinn markaður fyrir skráningu á íslensku bönkunum, að mati Adams Kostyál, yfirmanns skráninga Nasdaq á Norðurlöndunum. Hann er staddur hér á landi þessa dagana til að ræða við íslensk fyrirtæki og hagsmunaaðila um tvíhliða skráningar fyrirtækja. „Við erum að hitta fyrirtækin og við erum að hitta hagsmunaaðila eins og lífeyrissjóðina. Umræðan er alltaf sú sama. Hún er um það hvaða möguleika aflétting á fjármagnshöftunum, eða rýmri reglur um fjármagnsflutninga, myndi gefa,“ segir Kostyál. Hann segir að markmiðið sé að kynna sýn Nasdaq á Norðurlöndunum á aðstæður hér og einnig að kynna hvaða kostir eru í boði til fjármögnunar fyrir fyrirtækin á Nasdaq Nordic umfram það sem þau hafa hér á Íslandi. „Og þetta er farið að skipta fyrirtækin meira máli,“ segir hann og bætir við að fyrirtækin átti sig á því að með því að hafa hlutabréf sín skráð víðar en í heimalandinu sé hægt að stuðla að enn frekari vexti fyrirtækisins og sækja fjármagn frá norrænum og jafnvel alþjóðlegum fjárfestum. Hann segir að stærsti vettvangurinn á Norðurlöndunum sé Svíþjóð, enda hafi flest fyrirtækin verið skráð þar á síðasta ári. Bæði á aðalmarkaðnum og First North. Fyrir nauðasamninga bárust reglulega fréttir af því að slitastjórn Glitnis væri að skoða möguleikann á tvíhliða skráningu Íslandsbanka. Ekkert varð þó af því og lyktaði málum þannig að ríkið eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi. Kostyál segir þó tvíhliða skráningu vera raunverulegan möguleika fyrir íslensku bankana. „Ég vil ekki tjá mig um einn banka frekar en annan en við höfum séð nokkurn fjölda fjármálastofnana skjóta upp kollinum á markaðinum í Stokkhólmi, segir hann. Þar séu bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Hann telur að markaðurinn í Stokkhólmi sé í réttri stærð fyrir íslensku bankana, en markaðir á meginlandi Evrópu kynnu að vera of stórir. Kostyál telur að vel heppnaðar skráningar utan Íslands væru mikilvægar til þess að sýna fram á styrk, ekki einungis íslensku bankanna, heldur líka íslenska markaðarins. „Vöxturinn og efnahagsbatinn eftir hrunið er mjög aðdáunarverður og ég held að með því að vera með skráningar fyrir utan heimamarkaðinn þá myndi það sýna vel hvernig vöxturinn hefur verið hérna.“ En Kostyál sér ekki einungis fyrir sér möguleika á að skrá bankana erlendis heldur líka önnur fyrirtæki sem þegar eru skráð á Nasdaq Ísland, til dæmis Icelandair Group eða Eimskip. „Já, fyrirtæki sem vilja stækka og hafa alþjóðlega skírskotun,“ segir hann. Í dag er einungis eitt íslenskt fyrirtæki tvískráð. Það er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem er skráð á Íslandi og í Danmörku. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Kauphöllin í Stokkhólmi er kjörinn markaður fyrir skráningu á íslensku bönkunum, að mati Adams Kostyál, yfirmanns skráninga Nasdaq á Norðurlöndunum. Hann er staddur hér á landi þessa dagana til að ræða við íslensk fyrirtæki og hagsmunaaðila um tvíhliða skráningar fyrirtækja. „Við erum að hitta fyrirtækin og við erum að hitta hagsmunaaðila eins og lífeyrissjóðina. Umræðan er alltaf sú sama. Hún er um það hvaða möguleika aflétting á fjármagnshöftunum, eða rýmri reglur um fjármagnsflutninga, myndi gefa,“ segir Kostyál. Hann segir að markmiðið sé að kynna sýn Nasdaq á Norðurlöndunum á aðstæður hér og einnig að kynna hvaða kostir eru í boði til fjármögnunar fyrir fyrirtækin á Nasdaq Nordic umfram það sem þau hafa hér á Íslandi. „Og þetta er farið að skipta fyrirtækin meira máli,“ segir hann og bætir við að fyrirtækin átti sig á því að með því að hafa hlutabréf sín skráð víðar en í heimalandinu sé hægt að stuðla að enn frekari vexti fyrirtækisins og sækja fjármagn frá norrænum og jafnvel alþjóðlegum fjárfestum. Hann segir að stærsti vettvangurinn á Norðurlöndunum sé Svíþjóð, enda hafi flest fyrirtækin verið skráð þar á síðasta ári. Bæði á aðalmarkaðnum og First North. Fyrir nauðasamninga bárust reglulega fréttir af því að slitastjórn Glitnis væri að skoða möguleikann á tvíhliða skráningu Íslandsbanka. Ekkert varð þó af því og lyktaði málum þannig að ríkið eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi. Kostyál segir þó tvíhliða skráningu vera raunverulegan möguleika fyrir íslensku bankana. „Ég vil ekki tjá mig um einn banka frekar en annan en við höfum séð nokkurn fjölda fjármálastofnana skjóta upp kollinum á markaðinum í Stokkhólmi, segir hann. Þar séu bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Hann telur að markaðurinn í Stokkhólmi sé í réttri stærð fyrir íslensku bankana, en markaðir á meginlandi Evrópu kynnu að vera of stórir. Kostyál telur að vel heppnaðar skráningar utan Íslands væru mikilvægar til þess að sýna fram á styrk, ekki einungis íslensku bankanna, heldur líka íslenska markaðarins. „Vöxturinn og efnahagsbatinn eftir hrunið er mjög aðdáunarverður og ég held að með því að vera með skráningar fyrir utan heimamarkaðinn þá myndi það sýna vel hvernig vöxturinn hefur verið hérna.“ En Kostyál sér ekki einungis fyrir sér möguleika á að skrá bankana erlendis heldur líka önnur fyrirtæki sem þegar eru skráð á Nasdaq Ísland, til dæmis Icelandair Group eða Eimskip. „Já, fyrirtæki sem vilja stækka og hafa alþjóðlega skírskotun,“ segir hann. Í dag er einungis eitt íslenskt fyrirtæki tvískráð. Það er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem er skráð á Íslandi og í Danmörku.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun