Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2016 15:15 Guðmundur og Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg. vísir/getty Eins og fram kom á Vísi í gær neyddist Guðmundur Guðmundsson til að aflýsa tveimur æfingum danska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi á föstudaginn. Fimm danskir landsliðsmenn leika með þýska úrvalsdeildarliðinu Flensburg sem neitar að sleppa þeim fyrir 31. mars. Þetta setur danska landsliðið í klípu en Flensburg er eina þýska liðið sem neitar að sleppa leikmönnunum sínum og lét auk þess ekki vita af því fyrr en á fimmtudaginn. Guðmundur er eðlilega ósáttur við þessa framkomu Flensburg og segir að félagið vilji ekki að leikmenn þess spili sem landsliðum sínum. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í gær. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag. Mér finnst þetta mjög undarlegt. „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“ Guðmundur gefur lítið fyrir það að félagsliðin vilji vernda sína leikmenn sem þau eru með á samning. „Það eru undarleg rök. Án landsliðanna væri enginn handbolti og enginn möguleiki á að markaðsetja íþróttina,“ sagði Guðmundur. „Við höfum alltaf passað vel upp á leikmennina okkar. Við ofgerum þeim ekki, pössum upp á að þeir fái nógu mikla hvíld og hlustum á þá ef þeir segjast vera þreyttir.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Eins og áður sagði mæta Danir Evrópumeisturum Þjóðverja í Köln 1. apríl. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Danir eru með Króatíu, Noregi og Barein í riðli en hann verður leikinn í Herning í í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Handbolti Tengdar fréttir Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir um landsliðsmál Íslands og hvenær ungir leikmenn eigi að fara út. 18. mars 2016 14:30 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í gær neyddist Guðmundur Guðmundsson til að aflýsa tveimur æfingum danska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi á föstudaginn. Fimm danskir landsliðsmenn leika með þýska úrvalsdeildarliðinu Flensburg sem neitar að sleppa þeim fyrir 31. mars. Þetta setur danska landsliðið í klípu en Flensburg er eina þýska liðið sem neitar að sleppa leikmönnunum sínum og lét auk þess ekki vita af því fyrr en á fimmtudaginn. Guðmundur er eðlilega ósáttur við þessa framkomu Flensburg og segir að félagið vilji ekki að leikmenn þess spili sem landsliðum sínum. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í gær. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag. Mér finnst þetta mjög undarlegt. „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“ Guðmundur gefur lítið fyrir það að félagsliðin vilji vernda sína leikmenn sem þau eru með á samning. „Það eru undarleg rök. Án landsliðanna væri enginn handbolti og enginn möguleiki á að markaðsetja íþróttina,“ sagði Guðmundur. „Við höfum alltaf passað vel upp á leikmennina okkar. Við ofgerum þeim ekki, pössum upp á að þeir fái nógu mikla hvíld og hlustum á þá ef þeir segjast vera þreyttir.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Eins og áður sagði mæta Danir Evrópumeisturum Þjóðverja í Köln 1. apríl. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Danir eru með Króatíu, Noregi og Barein í riðli en hann verður leikinn í Herning í í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó.
Handbolti Tengdar fréttir Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir um landsliðsmál Íslands og hvenær ungir leikmenn eigi að fara út. 18. mars 2016 14:30 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00
Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir um landsliðsmál Íslands og hvenær ungir leikmenn eigi að fara út. 18. mars 2016 14:30