Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2016 15:15 Guðmundur og Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg. vísir/getty Eins og fram kom á Vísi í gær neyddist Guðmundur Guðmundsson til að aflýsa tveimur æfingum danska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi á föstudaginn. Fimm danskir landsliðsmenn leika með þýska úrvalsdeildarliðinu Flensburg sem neitar að sleppa þeim fyrir 31. mars. Þetta setur danska landsliðið í klípu en Flensburg er eina þýska liðið sem neitar að sleppa leikmönnunum sínum og lét auk þess ekki vita af því fyrr en á fimmtudaginn. Guðmundur er eðlilega ósáttur við þessa framkomu Flensburg og segir að félagið vilji ekki að leikmenn þess spili sem landsliðum sínum. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í gær. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag. Mér finnst þetta mjög undarlegt. „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“ Guðmundur gefur lítið fyrir það að félagsliðin vilji vernda sína leikmenn sem þau eru með á samning. „Það eru undarleg rök. Án landsliðanna væri enginn handbolti og enginn möguleiki á að markaðsetja íþróttina,“ sagði Guðmundur. „Við höfum alltaf passað vel upp á leikmennina okkar. Við ofgerum þeim ekki, pössum upp á að þeir fái nógu mikla hvíld og hlustum á þá ef þeir segjast vera þreyttir.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Eins og áður sagði mæta Danir Evrópumeisturum Þjóðverja í Köln 1. apríl. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Danir eru með Króatíu, Noregi og Barein í riðli en hann verður leikinn í Herning í í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Handbolti Tengdar fréttir Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir um landsliðsmál Íslands og hvenær ungir leikmenn eigi að fara út. 18. mars 2016 14:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í gær neyddist Guðmundur Guðmundsson til að aflýsa tveimur æfingum danska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi á föstudaginn. Fimm danskir landsliðsmenn leika með þýska úrvalsdeildarliðinu Flensburg sem neitar að sleppa þeim fyrir 31. mars. Þetta setur danska landsliðið í klípu en Flensburg er eina þýska liðið sem neitar að sleppa leikmönnunum sínum og lét auk þess ekki vita af því fyrr en á fimmtudaginn. Guðmundur er eðlilega ósáttur við þessa framkomu Flensburg og segir að félagið vilji ekki að leikmenn þess spili sem landsliðum sínum. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í gær. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag. Mér finnst þetta mjög undarlegt. „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“ Guðmundur gefur lítið fyrir það að félagsliðin vilji vernda sína leikmenn sem þau eru með á samning. „Það eru undarleg rök. Án landsliðanna væri enginn handbolti og enginn möguleiki á að markaðsetja íþróttina,“ sagði Guðmundur. „Við höfum alltaf passað vel upp á leikmennina okkar. Við ofgerum þeim ekki, pössum upp á að þeir fái nógu mikla hvíld og hlustum á þá ef þeir segjast vera þreyttir.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Eins og áður sagði mæta Danir Evrópumeisturum Þjóðverja í Köln 1. apríl. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Danir eru með Króatíu, Noregi og Barein í riðli en hann verður leikinn í Herning í í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó.
Handbolti Tengdar fréttir Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir um landsliðsmál Íslands og hvenær ungir leikmenn eigi að fara út. 18. mars 2016 14:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00
Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir um landsliðsmál Íslands og hvenær ungir leikmenn eigi að fara út. 18. mars 2016 14:30