Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2016 15:15 Guðmundur og Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg. vísir/getty Eins og fram kom á Vísi í gær neyddist Guðmundur Guðmundsson til að aflýsa tveimur æfingum danska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi á föstudaginn. Fimm danskir landsliðsmenn leika með þýska úrvalsdeildarliðinu Flensburg sem neitar að sleppa þeim fyrir 31. mars. Þetta setur danska landsliðið í klípu en Flensburg er eina þýska liðið sem neitar að sleppa leikmönnunum sínum og lét auk þess ekki vita af því fyrr en á fimmtudaginn. Guðmundur er eðlilega ósáttur við þessa framkomu Flensburg og segir að félagið vilji ekki að leikmenn þess spili sem landsliðum sínum. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í gær. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag. Mér finnst þetta mjög undarlegt. „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“ Guðmundur gefur lítið fyrir það að félagsliðin vilji vernda sína leikmenn sem þau eru með á samning. „Það eru undarleg rök. Án landsliðanna væri enginn handbolti og enginn möguleiki á að markaðsetja íþróttina,“ sagði Guðmundur. „Við höfum alltaf passað vel upp á leikmennina okkar. Við ofgerum þeim ekki, pössum upp á að þeir fái nógu mikla hvíld og hlustum á þá ef þeir segjast vera þreyttir.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Eins og áður sagði mæta Danir Evrópumeisturum Þjóðverja í Köln 1. apríl. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Danir eru með Króatíu, Noregi og Barein í riðli en hann verður leikinn í Herning í í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Handbolti Tengdar fréttir Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir um landsliðsmál Íslands og hvenær ungir leikmenn eigi að fara út. 18. mars 2016 14:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í gær neyddist Guðmundur Guðmundsson til að aflýsa tveimur æfingum danska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi á föstudaginn. Fimm danskir landsliðsmenn leika með þýska úrvalsdeildarliðinu Flensburg sem neitar að sleppa þeim fyrir 31. mars. Þetta setur danska landsliðið í klípu en Flensburg er eina þýska liðið sem neitar að sleppa leikmönnunum sínum og lét auk þess ekki vita af því fyrr en á fimmtudaginn. Guðmundur er eðlilega ósáttur við þessa framkomu Flensburg og segir að félagið vilji ekki að leikmenn þess spili sem landsliðum sínum. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í gær. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag. Mér finnst þetta mjög undarlegt. „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“ Guðmundur gefur lítið fyrir það að félagsliðin vilji vernda sína leikmenn sem þau eru með á samning. „Það eru undarleg rök. Án landsliðanna væri enginn handbolti og enginn möguleiki á að markaðsetja íþróttina,“ sagði Guðmundur. „Við höfum alltaf passað vel upp á leikmennina okkar. Við ofgerum þeim ekki, pössum upp á að þeir fái nógu mikla hvíld og hlustum á þá ef þeir segjast vera þreyttir.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Eins og áður sagði mæta Danir Evrópumeisturum Þjóðverja í Köln 1. apríl. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Danir eru með Króatíu, Noregi og Barein í riðli en hann verður leikinn í Herning í í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó.
Handbolti Tengdar fréttir Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir um landsliðsmál Íslands og hvenær ungir leikmenn eigi að fara út. 18. mars 2016 14:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00
Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir um landsliðsmál Íslands og hvenær ungir leikmenn eigi að fara út. 18. mars 2016 14:30