Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. mars 2016 14:30 Guðmundur í landsleik með Dönum. vísir/getty Leitin að þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið heldur enn áfram og lítið að frétta. Það er líka umræða um að stokka liðið upp enda lykilmenn að komast á aldur. Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur sína skoðun á því hvernig eigi að standa að kynslóðaskiptunum. „Ég tel að það eigi að gera þetta hægt og sígandi. Það tel ég vænlegast. Það er búið að reyna undanfarin ár að taka yngri menn í landsliðið. Ég til að mynda valdi Ólaf Guðmundsson fyrst inn árið 2010,“ segir Guðmundur og bendir á það þetta sé viðkvæm staða. „Það þarf að passa upp á það myndist ekki of mikið bil getulega séð. Ísland var heppið að komast inn á Katar og svo munaði engu að Ísland hefði lent í neðri styrkleikaflokki fyrir HM-umspilið. Það er hættulegt að lenda í því sérstaklega þar sem liðin eru orðin það góð og jöfn. Það er enginn andstæðingur auðveldur fyrirfram finnst mér.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Guðmundur bendir á mikilvægi þess að stíga varlega til jarðar í kynslóðaskiptunum. „Það þarf að yngja markvisst upp en án þess að umbylta liðinu með einni hreyfingu. Ég vona að Ísland lendi ekki í því að að það hætti of margir á of skömmum tíma. Vonandi gefa lykilmenn kost á sér áfram en síðan þarf að taka inn yngri menn. Við eigum frambærilega menn en þetta er ekki einfalt. Það mættu samt vera fleiri góðir menn.“Guðmundur fagnar eftir leik með Íslandi á ÓL 2012.vísir/valliÞað er oft talað um hér heima að leikmenn séu að fara of snemma út. Guðmundur er sammála því að margir séu að fara of snemma út. Það finnst honum vera óþarfi. „Mér finnst við þurfa að halda efnilegustu strákunum lengur heima á Íslandi. Mér finnst menn oft fara of snemma út og lenda þá í miðlungsliðum. Það endar stundum með því að menn koma bara heim aftur,“ segir Guðmundur og bendir á kosti þess að leikmenn spili lengur heima. „Ég tel menn fá góða skólun á Íslandi. Í flestum tilfellum fá leikmenn mjög góða þjálfun og spila stór hlutverk með sínum liðum. Það vantar stundum að menn dragi aðeins andann. Haldi áfram að bæta sig heima og komist síðan að hjá betra liði í útlöndum.“ Það er ekki enn búið að ráða arftaka Arons Kristjánssonar með landsliðið. Guðmundur vill ekki skipta sér af því hvern eigi að ráða en segir engu máli skipta hvort það sé Íslendingur eða útlendingur. „Mikilvægast er að finna hæfan mann með reynslu og þekkingu. Hvort það er Íslendingur eða útlendingur finnst mér ekki skipta máli. Það þarf bara að finna hæfan mann. Þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun.“ Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Leitin að þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið heldur enn áfram og lítið að frétta. Það er líka umræða um að stokka liðið upp enda lykilmenn að komast á aldur. Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur sína skoðun á því hvernig eigi að standa að kynslóðaskiptunum. „Ég tel að það eigi að gera þetta hægt og sígandi. Það tel ég vænlegast. Það er búið að reyna undanfarin ár að taka yngri menn í landsliðið. Ég til að mynda valdi Ólaf Guðmundsson fyrst inn árið 2010,“ segir Guðmundur og bendir á það þetta sé viðkvæm staða. „Það þarf að passa upp á það myndist ekki of mikið bil getulega séð. Ísland var heppið að komast inn á Katar og svo munaði engu að Ísland hefði lent í neðri styrkleikaflokki fyrir HM-umspilið. Það er hættulegt að lenda í því sérstaklega þar sem liðin eru orðin það góð og jöfn. Það er enginn andstæðingur auðveldur fyrirfram finnst mér.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Guðmundur bendir á mikilvægi þess að stíga varlega til jarðar í kynslóðaskiptunum. „Það þarf að yngja markvisst upp en án þess að umbylta liðinu með einni hreyfingu. Ég vona að Ísland lendi ekki í því að að það hætti of margir á of skömmum tíma. Vonandi gefa lykilmenn kost á sér áfram en síðan þarf að taka inn yngri menn. Við eigum frambærilega menn en þetta er ekki einfalt. Það mættu samt vera fleiri góðir menn.“Guðmundur fagnar eftir leik með Íslandi á ÓL 2012.vísir/valliÞað er oft talað um hér heima að leikmenn séu að fara of snemma út. Guðmundur er sammála því að margir séu að fara of snemma út. Það finnst honum vera óþarfi. „Mér finnst við þurfa að halda efnilegustu strákunum lengur heima á Íslandi. Mér finnst menn oft fara of snemma út og lenda þá í miðlungsliðum. Það endar stundum með því að menn koma bara heim aftur,“ segir Guðmundur og bendir á kosti þess að leikmenn spili lengur heima. „Ég tel menn fá góða skólun á Íslandi. Í flestum tilfellum fá leikmenn mjög góða þjálfun og spila stór hlutverk með sínum liðum. Það vantar stundum að menn dragi aðeins andann. Haldi áfram að bæta sig heima og komist síðan að hjá betra liði í útlöndum.“ Það er ekki enn búið að ráða arftaka Arons Kristjánssonar með landsliðið. Guðmundur vill ekki skipta sér af því hvern eigi að ráða en segir engu máli skipta hvort það sé Íslendingur eða útlendingur. „Mikilvægast er að finna hæfan mann með reynslu og þekkingu. Hvort það er Íslendingur eða útlendingur finnst mér ekki skipta máli. Það þarf bara að finna hæfan mann. Þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun.“
Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira