Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. mars 2016 14:30 Guðmundur í landsleik með Dönum. vísir/getty Leitin að þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið heldur enn áfram og lítið að frétta. Það er líka umræða um að stokka liðið upp enda lykilmenn að komast á aldur. Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur sína skoðun á því hvernig eigi að standa að kynslóðaskiptunum. „Ég tel að það eigi að gera þetta hægt og sígandi. Það tel ég vænlegast. Það er búið að reyna undanfarin ár að taka yngri menn í landsliðið. Ég til að mynda valdi Ólaf Guðmundsson fyrst inn árið 2010,“ segir Guðmundur og bendir á það þetta sé viðkvæm staða. „Það þarf að passa upp á það myndist ekki of mikið bil getulega séð. Ísland var heppið að komast inn á Katar og svo munaði engu að Ísland hefði lent í neðri styrkleikaflokki fyrir HM-umspilið. Það er hættulegt að lenda í því sérstaklega þar sem liðin eru orðin það góð og jöfn. Það er enginn andstæðingur auðveldur fyrirfram finnst mér.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Guðmundur bendir á mikilvægi þess að stíga varlega til jarðar í kynslóðaskiptunum. „Það þarf að yngja markvisst upp en án þess að umbylta liðinu með einni hreyfingu. Ég vona að Ísland lendi ekki í því að að það hætti of margir á of skömmum tíma. Vonandi gefa lykilmenn kost á sér áfram en síðan þarf að taka inn yngri menn. Við eigum frambærilega menn en þetta er ekki einfalt. Það mættu samt vera fleiri góðir menn.“Guðmundur fagnar eftir leik með Íslandi á ÓL 2012.vísir/valliÞað er oft talað um hér heima að leikmenn séu að fara of snemma út. Guðmundur er sammála því að margir séu að fara of snemma út. Það finnst honum vera óþarfi. „Mér finnst við þurfa að halda efnilegustu strákunum lengur heima á Íslandi. Mér finnst menn oft fara of snemma út og lenda þá í miðlungsliðum. Það endar stundum með því að menn koma bara heim aftur,“ segir Guðmundur og bendir á kosti þess að leikmenn spili lengur heima. „Ég tel menn fá góða skólun á Íslandi. Í flestum tilfellum fá leikmenn mjög góða þjálfun og spila stór hlutverk með sínum liðum. Það vantar stundum að menn dragi aðeins andann. Haldi áfram að bæta sig heima og komist síðan að hjá betra liði í útlöndum.“ Það er ekki enn búið að ráða arftaka Arons Kristjánssonar með landsliðið. Guðmundur vill ekki skipta sér af því hvern eigi að ráða en segir engu máli skipta hvort það sé Íslendingur eða útlendingur. „Mikilvægast er að finna hæfan mann með reynslu og þekkingu. Hvort það er Íslendingur eða útlendingur finnst mér ekki skipta máli. Það þarf bara að finna hæfan mann. Þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun.“ Handbolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Leitin að þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið heldur enn áfram og lítið að frétta. Það er líka umræða um að stokka liðið upp enda lykilmenn að komast á aldur. Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur sína skoðun á því hvernig eigi að standa að kynslóðaskiptunum. „Ég tel að það eigi að gera þetta hægt og sígandi. Það tel ég vænlegast. Það er búið að reyna undanfarin ár að taka yngri menn í landsliðið. Ég til að mynda valdi Ólaf Guðmundsson fyrst inn árið 2010,“ segir Guðmundur og bendir á það þetta sé viðkvæm staða. „Það þarf að passa upp á það myndist ekki of mikið bil getulega séð. Ísland var heppið að komast inn á Katar og svo munaði engu að Ísland hefði lent í neðri styrkleikaflokki fyrir HM-umspilið. Það er hættulegt að lenda í því sérstaklega þar sem liðin eru orðin það góð og jöfn. Það er enginn andstæðingur auðveldur fyrirfram finnst mér.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Guðmundur bendir á mikilvægi þess að stíga varlega til jarðar í kynslóðaskiptunum. „Það þarf að yngja markvisst upp en án þess að umbylta liðinu með einni hreyfingu. Ég vona að Ísland lendi ekki í því að að það hætti of margir á of skömmum tíma. Vonandi gefa lykilmenn kost á sér áfram en síðan þarf að taka inn yngri menn. Við eigum frambærilega menn en þetta er ekki einfalt. Það mættu samt vera fleiri góðir menn.“Guðmundur fagnar eftir leik með Íslandi á ÓL 2012.vísir/valliÞað er oft talað um hér heima að leikmenn séu að fara of snemma út. Guðmundur er sammála því að margir séu að fara of snemma út. Það finnst honum vera óþarfi. „Mér finnst við þurfa að halda efnilegustu strákunum lengur heima á Íslandi. Mér finnst menn oft fara of snemma út og lenda þá í miðlungsliðum. Það endar stundum með því að menn koma bara heim aftur,“ segir Guðmundur og bendir á kosti þess að leikmenn spili lengur heima. „Ég tel menn fá góða skólun á Íslandi. Í flestum tilfellum fá leikmenn mjög góða þjálfun og spila stór hlutverk með sínum liðum. Það vantar stundum að menn dragi aðeins andann. Haldi áfram að bæta sig heima og komist síðan að hjá betra liði í útlöndum.“ Það er ekki enn búið að ráða arftaka Arons Kristjánssonar með landsliðið. Guðmundur vill ekki skipta sér af því hvern eigi að ráða en segir engu máli skipta hvort það sé Íslendingur eða útlendingur. „Mikilvægast er að finna hæfan mann með reynslu og þekkingu. Hvort það er Íslendingur eða útlendingur finnst mér ekki skipta máli. Það þarf bara að finna hæfan mann. Þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun.“
Handbolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira