Spilling heldur aftur af kynjajafnrétti á heimsvísu Rut Einarsdóttir skrifar 5. desember 2016 00:00 Talið er að kynjajafnrétti sé náð þegar öll kyn hafa jöfn réttindi, lífskjör og tækifæri til þess að skapa sér það líf sem þau óska sér, sem og til þess að gefa til baka til samfélagsins. Því miður er enn langt í land að jafnrétti kynjanna sé náð og má rekja eina orsök þess til spillingar. Spilling og misrétti kynjanna haldast í hendur á margan hátt og ýta hvort undir annað. Einnig er spilling stór hindrun þegar kemur að þróun og hagvexti í þróunarlöndum og virðist oft vera að þar sem spilling og misrétti kynjanna er meira, þar hægist á þróun. Spilling hefur einnig mismikil áhrif á stéttir og hefur víðtækari áhrif á þá sem eru fátækari, og sérstaklega þá sem ekki þekkja réttindi sín og geta því ekki barist fyrir þeim. Spilling birtist í mörgum myndum og hefur áhrif á bæði konur og karla, en birtingarmyndin er oft önnur á milli kynjanna, sérstaklega þar sem kynjabilið er meira. Á mörgum svæðum í þróunarlöndum tíðkast það að þurfa að borga mútur til þess að fá aðgang að ýmsum nauðsynjum, og jafnvel menntun eða heilbrigðisþjónustu. Þegar konur hafa ekki efni á að borga mútur eru þær oft óvarðar gegn kynferðislegri misnotkun og líkamlegu ofbeldi, og verður lægri staða kvenna í samfélögum til þess að þær eru varnarlausar gegn slíku misrétti. Spilling hefur einnig áhrif á möguleika kvenna til þess að koma sér á framfæri í starfi, stjórnmálum og hafa áhrif á ákvarðanatöku. Það leiðir til þess að konur hafa minni möguleika til þess að hafa áhrif á málefni er þær varða og viðheldur það vítahringnum. Spilling gerir einnig erfiðara fyrir þær að berjast gegn því að brotið sé á þeim og er mansal eitt dæmi um það. Áttatíu prósent allra þeirra sem lenda í mansali eru konur og stúlkur, og eru þær seldar sem þrælar og notaðar fyrir kynlíf. Mansal fer meðal annars í gegnum spillta lögreglumenn, tollverði og landamæraverði. Spilling jaðarsetur ennfremur konur sem lifa við fátækt, þar sem spilling takmarkar aðgang þeirra að opinberri þjónustu og nauðsynjavörum, og skilur þær eftir í efnahags-, félags- og stjórnmálaþróun í þeirra landi. Þar af leiðandi heldur spilling aftur af kynjajafnrétti og ætti að vera ávörpuð í stefnumálum er varða kynjajafnrétti. Samtökin Gagnsæi vilja einnig vekja athygli á viðburði sínum sem haldinn verður í dag, 5. des. kl. 20.00 í kjallaranum á Kryddlegin Hjörtu, Hverfisgötu 33. Þar mun Lawrence Lessig, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla, tala um spillingarhugtakið, spillingu í stjórnmálum og ráð til að draga úr pólitískri spillingu. Hægt er að lesa meira um málefni er varða spillingu á www.gagnsaei.is og Facebook síðu samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Talið er að kynjajafnrétti sé náð þegar öll kyn hafa jöfn réttindi, lífskjör og tækifæri til þess að skapa sér það líf sem þau óska sér, sem og til þess að gefa til baka til samfélagsins. Því miður er enn langt í land að jafnrétti kynjanna sé náð og má rekja eina orsök þess til spillingar. Spilling og misrétti kynjanna haldast í hendur á margan hátt og ýta hvort undir annað. Einnig er spilling stór hindrun þegar kemur að þróun og hagvexti í þróunarlöndum og virðist oft vera að þar sem spilling og misrétti kynjanna er meira, þar hægist á þróun. Spilling hefur einnig mismikil áhrif á stéttir og hefur víðtækari áhrif á þá sem eru fátækari, og sérstaklega þá sem ekki þekkja réttindi sín og geta því ekki barist fyrir þeim. Spilling birtist í mörgum myndum og hefur áhrif á bæði konur og karla, en birtingarmyndin er oft önnur á milli kynjanna, sérstaklega þar sem kynjabilið er meira. Á mörgum svæðum í þróunarlöndum tíðkast það að þurfa að borga mútur til þess að fá aðgang að ýmsum nauðsynjum, og jafnvel menntun eða heilbrigðisþjónustu. Þegar konur hafa ekki efni á að borga mútur eru þær oft óvarðar gegn kynferðislegri misnotkun og líkamlegu ofbeldi, og verður lægri staða kvenna í samfélögum til þess að þær eru varnarlausar gegn slíku misrétti. Spilling hefur einnig áhrif á möguleika kvenna til þess að koma sér á framfæri í starfi, stjórnmálum og hafa áhrif á ákvarðanatöku. Það leiðir til þess að konur hafa minni möguleika til þess að hafa áhrif á málefni er þær varða og viðheldur það vítahringnum. Spilling gerir einnig erfiðara fyrir þær að berjast gegn því að brotið sé á þeim og er mansal eitt dæmi um það. Áttatíu prósent allra þeirra sem lenda í mansali eru konur og stúlkur, og eru þær seldar sem þrælar og notaðar fyrir kynlíf. Mansal fer meðal annars í gegnum spillta lögreglumenn, tollverði og landamæraverði. Spilling jaðarsetur ennfremur konur sem lifa við fátækt, þar sem spilling takmarkar aðgang þeirra að opinberri þjónustu og nauðsynjavörum, og skilur þær eftir í efnahags-, félags- og stjórnmálaþróun í þeirra landi. Þar af leiðandi heldur spilling aftur af kynjajafnrétti og ætti að vera ávörpuð í stefnumálum er varða kynjajafnrétti. Samtökin Gagnsæi vilja einnig vekja athygli á viðburði sínum sem haldinn verður í dag, 5. des. kl. 20.00 í kjallaranum á Kryddlegin Hjörtu, Hverfisgötu 33. Þar mun Lawrence Lessig, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla, tala um spillingarhugtakið, spillingu í stjórnmálum og ráð til að draga úr pólitískri spillingu. Hægt er að lesa meira um málefni er varða spillingu á www.gagnsaei.is og Facebook síðu samtakanna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar