Vegfarendum í bílaborginni Stuttgart ráðlagt að nota ekki bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 12:50 Mengun í Stuttgart. Í Stuttgart eru höfuðstöðvar bæði Mercedes Benz og Porsche og hún því þekkt bílaborg. Það er því örugglega ekki ljúft fyrir borgarstjórnina í Stuttgart að senda frá sér hvatningu til íbúa hennar að vegfarendur noti ekki bíla sína vegna mikillar mengunar í borginni. Þeir voru hvattir til að nota almenningssamgöngur, leigubíla sem ganga fyrir rafmagni eða sameinast sem mest í bíla. Stuttgart er fyrsta þýska borgin þar sem borgaryfirvöld hefur þurft að gefa frá sér svona yfirlýsingu vegna mengunar. Á máudaginn mældist þar 89 míkrógrömm af svokölluðum PM10 efnum í hverjum rúmmetra, en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Íbúar borgarinnar fara um 500.000 bílferðir á hverjum degi og af þeim hlýst þessi mikla mengun. Borgaryfirvöld hvöttu einnig atvinnurekendur að láta starfsmenn sína vinna sveigjanlegan vinnutíma eða vinna heima í þeim tilvikum sem það er hægt. Markmiðið með þessum hvatningum er að auka lífsgæði í borginni, eins og segir í yfirlýsingunni frá borgaryfirvöldum. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent
Í Stuttgart eru höfuðstöðvar bæði Mercedes Benz og Porsche og hún því þekkt bílaborg. Það er því örugglega ekki ljúft fyrir borgarstjórnina í Stuttgart að senda frá sér hvatningu til íbúa hennar að vegfarendur noti ekki bíla sína vegna mikillar mengunar í borginni. Þeir voru hvattir til að nota almenningssamgöngur, leigubíla sem ganga fyrir rafmagni eða sameinast sem mest í bíla. Stuttgart er fyrsta þýska borgin þar sem borgaryfirvöld hefur þurft að gefa frá sér svona yfirlýsingu vegna mengunar. Á máudaginn mældist þar 89 míkrógrömm af svokölluðum PM10 efnum í hverjum rúmmetra, en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Íbúar borgarinnar fara um 500.000 bílferðir á hverjum degi og af þeim hlýst þessi mikla mengun. Borgaryfirvöld hvöttu einnig atvinnurekendur að láta starfsmenn sína vinna sveigjanlegan vinnutíma eða vinna heima í þeim tilvikum sem það er hægt. Markmiðið með þessum hvatningum er að auka lífsgæði í borginni, eins og segir í yfirlýsingunni frá borgaryfirvöldum.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent