Sextíu prósent kvótans seld burt úr Þorlákshöfn á einu ári Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Fyrirvarar sem sveitarfélög hafa í lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð eru bara til málamynda, segir bæjarstjórn Ölfuss. Vísir/Rósa „Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira