Fimmtán sinnum hærra verð á markaði Kristinn H. Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 13:30 Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun