Blair til Bush: „Ég er með þér sama hvað“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2016 11:15 Mótmælendur stríðisins sem George Bush og Tony Blair. Vísir/EPA Bresk rannsóknarnefnd vegna þáttöku Breta í Íraksstríðinu komst að þeirri niðurstöðu að stríðið hefði ekki verið síðasta úrræðið. Aðrar lausnir hefðu ekki verið skoðaðar. Þá sagði John Chilcot, formaður nefndarinnar, að rök fyrir innrásinni árið 2003 hefðu verið byggðar á röngum upplýsingum sem ekki hefðu verið leiðréttar. Bretar sendu 30 þúsund hermenn til Írak og 179 þeirra létu lífið. Stríðið hefur haft umfangsmiklar afleiðingar. Rannsóknarnefndin hefur verið að störfum í sjö ár, en verkefni hennar var að komast að því hvaða lærdóm væri hægt að draga af þátttöku Breta í stríðinu.John Chilcot sagði í dag að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bretar hefðu ekki skoðað alla friðsama valmöguleika í stöðunni. Þá hefðu þær upplýsingar sem lagðar voru fram um gereyðingavopn Írak ekki réttlætanlegar. Hann sagði að hernaðaríhlutun hefði mögulega verið óhjákvæmileg á einhverjum tímapunkti, en svo hefði ekki verið árið 2003. Meirihluti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna studdi þá áframhaldandi eftirlit varðandi gereyðingarvopn í Írak. Afleiðingar innrásarinnar hefðu var vanmetnar og skipulag innrásaraðilanna hefði verið alfarið óviðunandi.Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hafi ofmetið hve mikil áhrif hann hefði getað haft á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Í minnisblaði frá Blair til George Bush yngri, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sagði Blair að hann myndi fylgja Bush, „sama hvað“. Það minnisblað var skrifað árið 2002, áður en breska þingið hafði kosið um að fara í stríð."Opinion in the US is... on a different planet from here"Tony Blair to George W Bush (2/3)https://t.co/lOjx5zrKSA pic.twitter.com/ls0PeGwjGi— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 6, 2016 Chilcot sagði að Tony Blair hefði verið varaður við því að þátttaka Breta í stríðinu myndi valda aukinni hættu þar í landi frá al-Qaeda. Þá hefði hann einnig verið varaður við því að möguleg gereyðingarvopn í eigu Írak hefðu getað endað í höndum hryðjuverkahópa. Sjálfur segir Blair í tilkynningu að hann hafi tekið ákvörðunina í góðri trú um að innrásin væri til hags fyrir Bretland. Hann þvertekur fyrir að fráfall Saddam Hussein hafi valdið þeirri aukningu á hryðjuverkum sem þekkist í dag. Nefndin segir að Bretum hafi algerlega misheppnast að ná fram markmiðum sínum í innrásinni og að afleiðingar hennar gagnvart íbúum Írak hafi einnig verið vanmetnar. Minnst 150 þúsund Írakar létu lífið og rúm milljón þurfti að flýja heimili sín vegna aðgerða Breta. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar voru breskir hermenn ekki nægilega búnir fyrir átökin. Meðal annars skorti þá brynvarða bíla og þyrlur. Herinn þurfti að semja við vígahópa um að þeir myndu hætta að ráðast á breska hermenn og í staðinn yrði föngum sleppt. Þar að auki komst nefndin að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld Bretlands hefðu grafið undan Öryggisráðinu með aðgerðum sínum. Í áðurnefndu minnisblaði Blair til Bush kemur einnig fram að eign gereyðingarvopna væri „réttlætingin“ fyrir stríði en raunverulegt markmið væri að koma Saddam Hussein frá völdum og koma á vestrænu lýðræði í Írak.Gereyðingarvopn voru réttlætingin en lýðræði raunverulega markmiðið. Weapons of mass destruction were the "justification" for the "real prize"- Blair to Bushhttps://t.co/lOjx5zrKSA pic.twitter.com/W71yYkzFdu— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 6, 2016 Útskýringarmyndband BBC um uppbygginguna að seinna Íraksstríðinu. Gerð skýrslunnar tók sjö ár. This is what the entire Chilcot report looks like, FYI. https://t.co/15Ilf8ILSp pic.twitter.com/RapIseDIbe— Jim Waterson (@jimwaterson) July 6, 2016 Blair's Iraq War memo to Bush"In Britain right now, I couldn't be sure of support"https://t.co/R1B2nURjyw #Chilcot pic.twitter.com/QU0VtwgmfV— BBC News (UK) (@BBCNews) July 6, 2016 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Bresk rannsóknarnefnd vegna þáttöku Breta í Íraksstríðinu komst að þeirri niðurstöðu að stríðið hefði ekki verið síðasta úrræðið. Aðrar lausnir hefðu ekki verið skoðaðar. Þá sagði John Chilcot, formaður nefndarinnar, að rök fyrir innrásinni árið 2003 hefðu verið byggðar á röngum upplýsingum sem ekki hefðu verið leiðréttar. Bretar sendu 30 þúsund hermenn til Írak og 179 þeirra létu lífið. Stríðið hefur haft umfangsmiklar afleiðingar. Rannsóknarnefndin hefur verið að störfum í sjö ár, en verkefni hennar var að komast að því hvaða lærdóm væri hægt að draga af þátttöku Breta í stríðinu.John Chilcot sagði í dag að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bretar hefðu ekki skoðað alla friðsama valmöguleika í stöðunni. Þá hefðu þær upplýsingar sem lagðar voru fram um gereyðingavopn Írak ekki réttlætanlegar. Hann sagði að hernaðaríhlutun hefði mögulega verið óhjákvæmileg á einhverjum tímapunkti, en svo hefði ekki verið árið 2003. Meirihluti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna studdi þá áframhaldandi eftirlit varðandi gereyðingarvopn í Írak. Afleiðingar innrásarinnar hefðu var vanmetnar og skipulag innrásaraðilanna hefði verið alfarið óviðunandi.Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hafi ofmetið hve mikil áhrif hann hefði getað haft á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Í minnisblaði frá Blair til George Bush yngri, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sagði Blair að hann myndi fylgja Bush, „sama hvað“. Það minnisblað var skrifað árið 2002, áður en breska þingið hafði kosið um að fara í stríð."Opinion in the US is... on a different planet from here"Tony Blair to George W Bush (2/3)https://t.co/lOjx5zrKSA pic.twitter.com/ls0PeGwjGi— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 6, 2016 Chilcot sagði að Tony Blair hefði verið varaður við því að þátttaka Breta í stríðinu myndi valda aukinni hættu þar í landi frá al-Qaeda. Þá hefði hann einnig verið varaður við því að möguleg gereyðingarvopn í eigu Írak hefðu getað endað í höndum hryðjuverkahópa. Sjálfur segir Blair í tilkynningu að hann hafi tekið ákvörðunina í góðri trú um að innrásin væri til hags fyrir Bretland. Hann þvertekur fyrir að fráfall Saddam Hussein hafi valdið þeirri aukningu á hryðjuverkum sem þekkist í dag. Nefndin segir að Bretum hafi algerlega misheppnast að ná fram markmiðum sínum í innrásinni og að afleiðingar hennar gagnvart íbúum Írak hafi einnig verið vanmetnar. Minnst 150 þúsund Írakar létu lífið og rúm milljón þurfti að flýja heimili sín vegna aðgerða Breta. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar voru breskir hermenn ekki nægilega búnir fyrir átökin. Meðal annars skorti þá brynvarða bíla og þyrlur. Herinn þurfti að semja við vígahópa um að þeir myndu hætta að ráðast á breska hermenn og í staðinn yrði föngum sleppt. Þar að auki komst nefndin að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld Bretlands hefðu grafið undan Öryggisráðinu með aðgerðum sínum. Í áðurnefndu minnisblaði Blair til Bush kemur einnig fram að eign gereyðingarvopna væri „réttlætingin“ fyrir stríði en raunverulegt markmið væri að koma Saddam Hussein frá völdum og koma á vestrænu lýðræði í Írak.Gereyðingarvopn voru réttlætingin en lýðræði raunverulega markmiðið. Weapons of mass destruction were the "justification" for the "real prize"- Blair to Bushhttps://t.co/lOjx5zrKSA pic.twitter.com/W71yYkzFdu— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 6, 2016 Útskýringarmyndband BBC um uppbygginguna að seinna Íraksstríðinu. Gerð skýrslunnar tók sjö ár. This is what the entire Chilcot report looks like, FYI. https://t.co/15Ilf8ILSp pic.twitter.com/RapIseDIbe— Jim Waterson (@jimwaterson) July 6, 2016 Blair's Iraq War memo to Bush"In Britain right now, I couldn't be sure of support"https://t.co/R1B2nURjyw #Chilcot pic.twitter.com/QU0VtwgmfV— BBC News (UK) (@BBCNews) July 6, 2016
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira