Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 13:30 Brynjar Þór Björnsson hefur tekið við Íslandsmeistarabikarnum undanfarin tvö ár. Vísir/Andri Marinó KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð á sama kjarna en Haukarnir eru mættir í lokaúrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að það er gríðarlegur munur á reynslu leikmanna liðanna í lokaúrslitunum. Átta leikmenn KR hafa spilað leik í lokaúrslitum og allir hafa þeir orðið Íslandsmeistarar en aðeins einn leikmaður hefur upplifað það af leikmönnum Hauka. Finnur Atli Magnússon er nefnilega eini leikmaður Hauka sem hefur spilað í lokaúrslitum eða unnið Íslandsmeistaratitilinn. Finnur á átta leiki að baki í úrslitaeinvígi en hann vann titilinn með KR bæði 2011 og 2015. Þjálfarar Hauka hafa hinsvegar kynnst þessum kringumstæðum, þjálfarinn Ívar Ásgrímsson var í stóru hlutverki þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar 1988 og lék einnig með liðinu í úrslitunum 1985. Aðstoðarþjálfarinn Pétur Ingvarsson lék með Haukaliðinu í lokaúrslitunum 1993. Ívar og Pétur eiga saman átta leiki í lokaúrslitum eða jafnmarga og allir leikmenn þeirra til saman. Finnur Atli á eins og áður sagði alla þá leiki. Ívar og Pétur hafa hinsvegar hvorugur stýrt liði í úrslitaeinvígi karla en Ívar fór tvisvar með Stúdínur í lokaúrslitin hjá konunum. Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson hafa báðir leikið 21 leik í lokaúrslitum sem er það mesta hjá KR-liðinu. Brynjar hefur spilað þá alla fyrir KR en Darri hefur spilað fjóra af þeim fyrir Þór úr Þorlákshöfn. Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hafa líka mikla reynslu af lokaúrslitum.Lokaúrslitareynsla leikmanna KR - 84 leikir Brynjar Þór Björnsson - 21 leikur Darri Hilmarsson - 21 leikur Helgi Már Magnússon - 13 leikir Pavel Ermolinskij - 12 leikir Vilhjálmur Kári Jensson - 5 leikir Björn Kristjánsson - 4 leikir Michael Craion - 4 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson - 4 leikirLokaúrslitareynsla leikmanna Hauka - 8 leikir Finnur Atli Magnússon - 8 leikur Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Annar sigur KR kom í Garðabæ Haukar - Grindavík | Meistararnir fá sterka Grindjána í heimsókn Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Sjá meira
KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð á sama kjarna en Haukarnir eru mættir í lokaúrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að það er gríðarlegur munur á reynslu leikmanna liðanna í lokaúrslitunum. Átta leikmenn KR hafa spilað leik í lokaúrslitum og allir hafa þeir orðið Íslandsmeistarar en aðeins einn leikmaður hefur upplifað það af leikmönnum Hauka. Finnur Atli Magnússon er nefnilega eini leikmaður Hauka sem hefur spilað í lokaúrslitum eða unnið Íslandsmeistaratitilinn. Finnur á átta leiki að baki í úrslitaeinvígi en hann vann titilinn með KR bæði 2011 og 2015. Þjálfarar Hauka hafa hinsvegar kynnst þessum kringumstæðum, þjálfarinn Ívar Ásgrímsson var í stóru hlutverki þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar 1988 og lék einnig með liðinu í úrslitunum 1985. Aðstoðarþjálfarinn Pétur Ingvarsson lék með Haukaliðinu í lokaúrslitunum 1993. Ívar og Pétur eiga saman átta leiki í lokaúrslitum eða jafnmarga og allir leikmenn þeirra til saman. Finnur Atli á eins og áður sagði alla þá leiki. Ívar og Pétur hafa hinsvegar hvorugur stýrt liði í úrslitaeinvígi karla en Ívar fór tvisvar með Stúdínur í lokaúrslitin hjá konunum. Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson hafa báðir leikið 21 leik í lokaúrslitum sem er það mesta hjá KR-liðinu. Brynjar hefur spilað þá alla fyrir KR en Darri hefur spilað fjóra af þeim fyrir Þór úr Þorlákshöfn. Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hafa líka mikla reynslu af lokaúrslitum.Lokaúrslitareynsla leikmanna KR - 84 leikir Brynjar Þór Björnsson - 21 leikur Darri Hilmarsson - 21 leikur Helgi Már Magnússon - 13 leikir Pavel Ermolinskij - 12 leikir Vilhjálmur Kári Jensson - 5 leikir Björn Kristjánsson - 4 leikir Michael Craion - 4 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson - 4 leikirLokaúrslitareynsla leikmanna Hauka - 8 leikir Finnur Atli Magnússon - 8 leikur
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Annar sigur KR kom í Garðabæ Haukar - Grindavík | Meistararnir fá sterka Grindjána í heimsókn Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Sjá meira