Ford og Benz á teppi franskra yfirvalda vegna dísilmengunar Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 15:38 Ford C-Max. Það er ekki bara Renault sem kallað er á teppið hjá frönskum yfirvöldum vegna óhóflegrar mengunar dísilbíla þeirra. Ford og Mercedes Benz hafa verið kölluð til og þau verða látin svara af hverju einstaka bílgerðir þeirra menga mörgum sinnum meira en uppgefið er. Renault þurfti að mæta frönskum yfirvöldum þann 18. janúar og svara til um af hverju Renault Captur mengar 9 sinnum meira en uppgefið er og í kjölfar þess kom til innköllunar 15.800 slíkra bíla og að auki býður Renault eigendum 700.000 annarra díslilbíla að koma með þá til hugbúnaðaruppfærslu sem minnka á mengun þeirra. Ford þarf að svara fyrir Ford C-Max bíl sinn og Mercedes Benz fyrir Mercedes Benz S350 bíl sinn, en báðir menga þeir margfalt á við uppgefna mengun. Það verður gert á næstu dögum. Enginn eiginlegur svindlhugbúnaður hefur þó fundist í bílum Renault, Ford, né Mercedes Benz, svo líklega eru fyrirtækin ekki í eins slæmum málum og Volkswagen. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Það er ekki bara Renault sem kallað er á teppið hjá frönskum yfirvöldum vegna óhóflegrar mengunar dísilbíla þeirra. Ford og Mercedes Benz hafa verið kölluð til og þau verða látin svara af hverju einstaka bílgerðir þeirra menga mörgum sinnum meira en uppgefið er. Renault þurfti að mæta frönskum yfirvöldum þann 18. janúar og svara til um af hverju Renault Captur mengar 9 sinnum meira en uppgefið er og í kjölfar þess kom til innköllunar 15.800 slíkra bíla og að auki býður Renault eigendum 700.000 annarra díslilbíla að koma með þá til hugbúnaðaruppfærslu sem minnka á mengun þeirra. Ford þarf að svara fyrir Ford C-Max bíl sinn og Mercedes Benz fyrir Mercedes Benz S350 bíl sinn, en báðir menga þeir margfalt á við uppgefna mengun. Það verður gert á næstu dögum. Enginn eiginlegur svindlhugbúnaður hefur þó fundist í bílum Renault, Ford, né Mercedes Benz, svo líklega eru fyrirtækin ekki í eins slæmum málum og Volkswagen.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent