Tímamót í heilsugæslu? 1. mars 2016 07:00 Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar