Tímamót í heilsugæslu? 1. mars 2016 07:00 Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun