500.000 Toyota Corolla á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 14:45 Tilbúin Toyota Corolla í Blue Springs. Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent
Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent