Tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið Tómas Þór Þórðarsn skrifar 24. mars 2015 06:00 Halldór Harri klárar tímabilið með Haukum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er ákvörðun sem ég tók í síðustu viku eftir mikla íhugun,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í Olís-deildinni, við Fréttablaðið, en hann sagði afar óvænt starfi sínu lausu um helgina. Halldór Harri klárar tímabilið með Haukaliðið sem á tvo leiki eftir í deildinni auk úrslitakeppninnar áður en hann rær á önnur mið. „Það var gluggi opinn til 20. mars fyrir mig og félagið að slíta samstarfinu og ég ákvað að láta þetta gott heita. Ég er búinn að pæla mikið hvað ég eigi að gera en þetta var ákvörðunin,“ segir Halldór Harri. Hann hefur stýrt Haukaliðinu nú í tæp fjögur ár og náð miklum árangri. Uppbyggingin hefur verið mikil. Liðið mun líklega enda í fjórða sæti deildarinnar og þá hefur hann í tvígang farið með stelpurnar í undanúrslit bikarsins. „Ég er rosalega stoltur af því að vera hluti af þessari uppbyggingu en nú verður bara einhver annar að taka næsta skref. Það hefur verið mjög gaman að sjá bætinguna hjá þessum stelpum. En nú er ég búinn að vera þarna í fjögur ár og finnst kominn tími á eitthvað nýtt,“ segir Halldór Harri. Sem fyrr segir er tímabili Haukanna langt frá því lokið. Liðið á eftir tvo leiki gegn Fram og Val í deildinni og svo stefnir allt í rimmu í átta liða úrslitum gegn ÍBV. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að fréttirnar muni hafa slæm áhrif á stelpurnar. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif. Við ræddum þetta á laugardaginn. Ég verð þjálfari liðsins út tímabilið og þær munu ekki finna neinn mun á mér. Við ætluðum okkur stóra hluti og það hefur ekki breyst,“ segir Halldór Harri sem hefur ekki teljandi áhyggjur af því ef Haukar missa af fjórða sætinu í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum gegn ÍBV í átta liða úrslitunum. „Við unnum þær á útivelli og þær okkur í Hafnarfirði. Kannski hentar okkur bara betur að fara í Herjólf og æla svolítið. Hvað sem verður þá eru allir leikirnir sem eftir eru mjög erfiðir,“ segir hann. Halldór Harri segir árangur tímabilsins vera aðeins framar væntingum miðað við það sem lagt var upp með fyrir veturinn. „Við erum einum sæti ofar en ég reiknaði með. Við vissum að við værum með lið sem gæti strítt stóru liðunum en við erum að taka sum skref hraðar en ég reiknaði með. Svo eru auðvitað leikir hér og þar sem maður er pirraður að hafa tapað,“ segir Halldór Harri, en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. „Það er ekkert í gangi þannig. Ekkert nema einhverjar þreifingar. Ég hef haldið öllu frá mér á meðan ég starfa fyrir Haukana. Þegar að þessu kemur er það bara mest spennandi tilboðið sem gildir hvort sem mér býðst að þjálfa karla eða konur.“ Halldór Harri þjálfaði í þrettán ár í Noregi en það er ólíklegt að hann fari aftur þangað. „Það halda alltaf allir að ég sé á leið aftur til Noregs. Það þyrfti að vera eitthvert rosalega spennandi tilboð ef ég ætti að taka konuna og barnið með mér þangað. Maður er ekkert bara að hugsa um sjálfan sig. Svo held ég líka að tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið,“ segir Halldór Harri Kristjánsson hress og kátur. Olís-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Þetta er ákvörðun sem ég tók í síðustu viku eftir mikla íhugun,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í Olís-deildinni, við Fréttablaðið, en hann sagði afar óvænt starfi sínu lausu um helgina. Halldór Harri klárar tímabilið með Haukaliðið sem á tvo leiki eftir í deildinni auk úrslitakeppninnar áður en hann rær á önnur mið. „Það var gluggi opinn til 20. mars fyrir mig og félagið að slíta samstarfinu og ég ákvað að láta þetta gott heita. Ég er búinn að pæla mikið hvað ég eigi að gera en þetta var ákvörðunin,“ segir Halldór Harri. Hann hefur stýrt Haukaliðinu nú í tæp fjögur ár og náð miklum árangri. Uppbyggingin hefur verið mikil. Liðið mun líklega enda í fjórða sæti deildarinnar og þá hefur hann í tvígang farið með stelpurnar í undanúrslit bikarsins. „Ég er rosalega stoltur af því að vera hluti af þessari uppbyggingu en nú verður bara einhver annar að taka næsta skref. Það hefur verið mjög gaman að sjá bætinguna hjá þessum stelpum. En nú er ég búinn að vera þarna í fjögur ár og finnst kominn tími á eitthvað nýtt,“ segir Halldór Harri. Sem fyrr segir er tímabili Haukanna langt frá því lokið. Liðið á eftir tvo leiki gegn Fram og Val í deildinni og svo stefnir allt í rimmu í átta liða úrslitum gegn ÍBV. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að fréttirnar muni hafa slæm áhrif á stelpurnar. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif. Við ræddum þetta á laugardaginn. Ég verð þjálfari liðsins út tímabilið og þær munu ekki finna neinn mun á mér. Við ætluðum okkur stóra hluti og það hefur ekki breyst,“ segir Halldór Harri sem hefur ekki teljandi áhyggjur af því ef Haukar missa af fjórða sætinu í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum gegn ÍBV í átta liða úrslitunum. „Við unnum þær á útivelli og þær okkur í Hafnarfirði. Kannski hentar okkur bara betur að fara í Herjólf og æla svolítið. Hvað sem verður þá eru allir leikirnir sem eftir eru mjög erfiðir,“ segir hann. Halldór Harri segir árangur tímabilsins vera aðeins framar væntingum miðað við það sem lagt var upp með fyrir veturinn. „Við erum einum sæti ofar en ég reiknaði með. Við vissum að við værum með lið sem gæti strítt stóru liðunum en við erum að taka sum skref hraðar en ég reiknaði með. Svo eru auðvitað leikir hér og þar sem maður er pirraður að hafa tapað,“ segir Halldór Harri, en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. „Það er ekkert í gangi þannig. Ekkert nema einhverjar þreifingar. Ég hef haldið öllu frá mér á meðan ég starfa fyrir Haukana. Þegar að þessu kemur er það bara mest spennandi tilboðið sem gildir hvort sem mér býðst að þjálfa karla eða konur.“ Halldór Harri þjálfaði í þrettán ár í Noregi en það er ólíklegt að hann fari aftur þangað. „Það halda alltaf allir að ég sé á leið aftur til Noregs. Það þyrfti að vera eitthvert rosalega spennandi tilboð ef ég ætti að taka konuna og barnið með mér þangað. Maður er ekkert bara að hugsa um sjálfan sig. Svo held ég líka að tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið,“ segir Halldór Harri Kristjánsson hress og kátur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira