Nissan dregur sig úr þolaksturskeppnum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 09:05 Nissan GT-R LM Nismo. Autoblog Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent
Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent