Aftur plástur á sárið Stjórnarmaðurinn skrifar 23. desember 2015 09:15 Á dögunum var ákveðið að veita sérstakt aukafjárframlag til rekstrar Ríkisútvarpsins á komandi ári. Nemur framlagið 175 milljónum og er eyrnamerkt innlendri dagskrárgerð, sem Alþingi telur ástæðu til að verja sérstaklega umfram aðra rekstrarþætti RÚV. Með þessu framlagi er ljóst að RÚV hefur, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, úr sömu upphæð að spila og á síðasta ári. Staðreyndin er þó sú að niðurstaða Alþingis í málefnum RÚV þetta árið er bara enn einn plásturinn á sárið, og enn hefur enginn léð máls á því að teknar verði ákvarðanir um hvernig málum skal háttað til frambúðar. Þessar aukalegu 175 milljónir breyta engu um stöðu félagsins. Skuldastaðan er jafn slæm og staðreyndin sú að Ríkisútvarpið hefur tapað um 800 milljónum króna síðan það var sett á laggirnar í formi opinbers hlutafélags árið 2007. Þrátt fyrir 5,4 milljarða árlegt forskot í formi útvarpsgjalds og auglýsingasölu í samkeppni við einkamiðlana ber reksturinn sig engan veginn. Niðurskurðarplön stjórnenda benda ekki til þess að staðan breytist í náinni framtíð. Nú þegar virðist ljóst að draumórar um hækkun á útvarpsgjaldi ganga ekki eftir. Í yfirtöku ríkisins á skuldabréfi við LSR og sölu á lóðarréttindum í Efstaleiti felst ekki framtíðarlausn, heldur er í besta falli verið að lengja í hengingarólinni. Draumórar forsætisráðherra um sölu á innlendu dagskrárefni til útlanda myndu líka seint rata inn í rekstraráætlun ábyrgs fjármálastjóra, og benda til þess að ráðherrann sé ekki sérstaklega vel að sér um stærstu kostnaðarpósta í fjölmiðlarekstri. Enn hefur því nákvæmlega ekkert gerst í málinu, engin vitræn tilraun verið gerð til að fylgja eftir úttektum á starfsemi stofnunarinnar. Starfsmenn RÚV, keppinautar og landsmenn eiga betra skilið. Nú þarf hugrakka stjórnmálamenn til að leggja til framtíðarumhverfi fyrir RÚV, og því þarf að fylgja eftir. Á tímabili leit út fyrir að menntamálaráðherra gæti orðið maðurinn í hlutverkið, en nú virðist sem loftið sé úr blöðrunni. Stjórnendum RÚV er vorkunn að þurfa að starfa við þær aðstæður sem þeim eru búnar: óvissan er alger og hvert fjárlagaár eins og árleg óvissuferð starfsmannafélagsins. Ef taka á til í málefnum RÚV og finna stofnuninni framtíðarsess þarf skýra stefnu. Lýst er eftir hugmyndaríkum, hugrökkum og stefnuföstum stjórnmálamanni sem tekið getur forystuhlutverk í þeim efnum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Á dögunum var ákveðið að veita sérstakt aukafjárframlag til rekstrar Ríkisútvarpsins á komandi ári. Nemur framlagið 175 milljónum og er eyrnamerkt innlendri dagskrárgerð, sem Alþingi telur ástæðu til að verja sérstaklega umfram aðra rekstrarþætti RÚV. Með þessu framlagi er ljóst að RÚV hefur, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, úr sömu upphæð að spila og á síðasta ári. Staðreyndin er þó sú að niðurstaða Alþingis í málefnum RÚV þetta árið er bara enn einn plásturinn á sárið, og enn hefur enginn léð máls á því að teknar verði ákvarðanir um hvernig málum skal háttað til frambúðar. Þessar aukalegu 175 milljónir breyta engu um stöðu félagsins. Skuldastaðan er jafn slæm og staðreyndin sú að Ríkisútvarpið hefur tapað um 800 milljónum króna síðan það var sett á laggirnar í formi opinbers hlutafélags árið 2007. Þrátt fyrir 5,4 milljarða árlegt forskot í formi útvarpsgjalds og auglýsingasölu í samkeppni við einkamiðlana ber reksturinn sig engan veginn. Niðurskurðarplön stjórnenda benda ekki til þess að staðan breytist í náinni framtíð. Nú þegar virðist ljóst að draumórar um hækkun á útvarpsgjaldi ganga ekki eftir. Í yfirtöku ríkisins á skuldabréfi við LSR og sölu á lóðarréttindum í Efstaleiti felst ekki framtíðarlausn, heldur er í besta falli verið að lengja í hengingarólinni. Draumórar forsætisráðherra um sölu á innlendu dagskrárefni til útlanda myndu líka seint rata inn í rekstraráætlun ábyrgs fjármálastjóra, og benda til þess að ráðherrann sé ekki sérstaklega vel að sér um stærstu kostnaðarpósta í fjölmiðlarekstri. Enn hefur því nákvæmlega ekkert gerst í málinu, engin vitræn tilraun verið gerð til að fylgja eftir úttektum á starfsemi stofnunarinnar. Starfsmenn RÚV, keppinautar og landsmenn eiga betra skilið. Nú þarf hugrakka stjórnmálamenn til að leggja til framtíðarumhverfi fyrir RÚV, og því þarf að fylgja eftir. Á tímabili leit út fyrir að menntamálaráðherra gæti orðið maðurinn í hlutverkið, en nú virðist sem loftið sé úr blöðrunni. Stjórnendum RÚV er vorkunn að þurfa að starfa við þær aðstæður sem þeim eru búnar: óvissan er alger og hvert fjárlagaár eins og árleg óvissuferð starfsmannafélagsins. Ef taka á til í málefnum RÚV og finna stofnuninni framtíðarsess þarf skýra stefnu. Lýst er eftir hugmyndaríkum, hugrökkum og stefnuföstum stjórnmálamanni sem tekið getur forystuhlutverk í þeim efnum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira