Opel Insignia verður Buick Regal í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 15:52 Opel Insignia Country Tourer. Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár. Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent
Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár.
Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent