Milljón bíla sala á Spáni í ár Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:16 Seat Leon. Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent
Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent