Enski boltinn

Mikilvæg stig Sunderland í botnbaráttunni | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sunderland tryggði sér ansi mikilvæg þrjú stig með 2-0 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Mörkin voru ekki í fallegri kantinum, en mikilvæg voru þau.

Everton var mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk meðal annars nokkur færi til þess að komast yfir, en staðan var markalaus í hálfleik.

Fyrsta markið kom eftir níu mínútna leik í síðari hálfleik. Jordi Gomez skaut þá boltanum í Daniel Graham og inn.

Everton reyndi og reyndi að jafna, en allt kom fyrir ekki. Annað mark Sunderland var nánast alveg eins og það fyrra, en nú var það Adam Johnson sem skaut í Jermain Defoe og inn. Lokatölur 2-0.

Sunderland lyfti sér upp í fjórtánda sætið með sigrinum, en þeir eru með 36 stig. Hull er í átjánda sæti, falllsæti, með 34 stig. Spenningurinn í algleymingi. Everton er í ellefta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×