Hildur Sig: Tengslin meiri við Snæfell Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2015 06:00 Hildur Sigurðardóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. vísir/valli Hildur Sigurðardóttir gat eflaust ekki hugsað sér betri endi á löngum og farsælum ferli en að verða Íslandsmeistari annað árið í röð með uppeldisfélaginu og vera svo valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna á lokahófi KKÍ í gær. „Nei, ég held ekki. Það er erfitt að toppa svona endi,“ sagði Hildur en þetta var í fjórða sinn sem hún er valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna (2003, 2004 og 2014). Snæfell náði að verja Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst tvo sterka íslenska leikmenn; Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. En Snæfellingar endurheimtu Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum og Maríu Björnsdóttur úr Val og duttu í lukkupottinn með bandarískan leikmann. „Líkt og í fyrra var ekki ljóst hversu sterkt liðið yrði en svo fengum við Gunnhildi og Maríu aftur heim. Og þegar við fórum að spila saman í haust sáum við að við vorum með lið sem gat orðið Íslandsmeistari,“ sagði Hildur sem bar mikið lof á hina bandarísku Kristen McCarthy sem var valin best erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófinu í gær. „Hún er frábær, ekki bara fyrir liðið heldur allt bæjarfélagið. Hún gekk um bæinn í gær og kvaddi fólkið. Hún er alveg yndisleg stelpa og þetta er í fyrsta skipti sem það er virkilega erfitt að kveðja Kana. Þótt manni þyki alltaf vænt um leikmennina tengdist hún okkur sérstökum böndum,“ sagði Hildur en nokkrir leikmenn Snæfells ætla út að heimsækja McCarthy í sumar.Hildur ásamt Öldu Leif Jónsdóttur eftir að Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.vísir/óójHildur er fædd og uppalin í Stykkishólmi en gekk ung í raðir KR þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla. Hún segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að ljúka ferlinum með uppeldisfélaginu. „Það var alltaf planið en ég gat auðvitað ekki séð að það yrði að veruleika fyrr en það kom framhaldsskóli í Grundarfjörð og leikmenn héldust lengur í Hólminum. Svo komst liðið upp um deild og þá varð þetta að veruleika,“ sagði Hildur og bætti við: „Ég átti mjög góð ár í KR og hef miklar taugar til liðsins en auðvitað eru tengslin meiri við Snæfell. Þessir titlar sem ég hef unnið með liðinu eru einstakir og það er magnað að svona lítið bæjarfélag eigi svona gott lið. Bæði karla- og kvennaliðin hafa verið í fremstu röð á síðustu árum.“ Hildur segir óvíst hvað taki við hjá henni: „Ég er að skoða ýmislegt og hef áhuga á mörgu. En ég verð alltaf tengd íþróttum,“ sagði Hildur sem er menntaður íþróttafræðingur. En kemur þjálfun til greina á næstu árum? „Ég hef þjálfað yngri flokka en ég held að ég fari ekki í meistaraflokksþjálfun strax en ég hef alveg hug á því að reyna mig á þeim vettvangi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir gat eflaust ekki hugsað sér betri endi á löngum og farsælum ferli en að verða Íslandsmeistari annað árið í röð með uppeldisfélaginu og vera svo valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna á lokahófi KKÍ í gær. „Nei, ég held ekki. Það er erfitt að toppa svona endi,“ sagði Hildur en þetta var í fjórða sinn sem hún er valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna (2003, 2004 og 2014). Snæfell náði að verja Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst tvo sterka íslenska leikmenn; Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. En Snæfellingar endurheimtu Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum og Maríu Björnsdóttur úr Val og duttu í lukkupottinn með bandarískan leikmann. „Líkt og í fyrra var ekki ljóst hversu sterkt liðið yrði en svo fengum við Gunnhildi og Maríu aftur heim. Og þegar við fórum að spila saman í haust sáum við að við vorum með lið sem gat orðið Íslandsmeistari,“ sagði Hildur sem bar mikið lof á hina bandarísku Kristen McCarthy sem var valin best erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófinu í gær. „Hún er frábær, ekki bara fyrir liðið heldur allt bæjarfélagið. Hún gekk um bæinn í gær og kvaddi fólkið. Hún er alveg yndisleg stelpa og þetta er í fyrsta skipti sem það er virkilega erfitt að kveðja Kana. Þótt manni þyki alltaf vænt um leikmennina tengdist hún okkur sérstökum böndum,“ sagði Hildur en nokkrir leikmenn Snæfells ætla út að heimsækja McCarthy í sumar.Hildur ásamt Öldu Leif Jónsdóttur eftir að Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.vísir/óójHildur er fædd og uppalin í Stykkishólmi en gekk ung í raðir KR þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla. Hún segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að ljúka ferlinum með uppeldisfélaginu. „Það var alltaf planið en ég gat auðvitað ekki séð að það yrði að veruleika fyrr en það kom framhaldsskóli í Grundarfjörð og leikmenn héldust lengur í Hólminum. Svo komst liðið upp um deild og þá varð þetta að veruleika,“ sagði Hildur og bætti við: „Ég átti mjög góð ár í KR og hef miklar taugar til liðsins en auðvitað eru tengslin meiri við Snæfell. Þessir titlar sem ég hef unnið með liðinu eru einstakir og það er magnað að svona lítið bæjarfélag eigi svona gott lið. Bæði karla- og kvennaliðin hafa verið í fremstu röð á síðustu árum.“ Hildur segir óvíst hvað taki við hjá henni: „Ég er að skoða ýmislegt og hef áhuga á mörgu. En ég verð alltaf tengd íþróttum,“ sagði Hildur sem er menntaður íþróttafræðingur. En kemur þjálfun til greina á næstu árum? „Ég hef þjálfað yngri flokka en ég held að ég fari ekki í meistaraflokksþjálfun strax en ég hef alveg hug á því að reyna mig á þeim vettvangi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20
Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43
Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30
Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53