Enski boltinn

Jafnt hjá Ipswich og Norwich

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ipswich og Norwich gerðu jafntefli.
Ipswich og Norwich gerðu jafntefli. vísir/getty
Ipswich og Norwich gerðu 1-1 jafntefli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið var í Ipswich.

Jonathan Howson kom Norwich yfir þremur mínútum fyrir hálfleik, en varamaðurinn Paul Anderson jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Anderson kom inná sem varamaður eftir hálftíma leik.

Í síðari hálfleik var barningurinn í algleymingi. Fleiri u rðu mörkin ekki og lokatölur 1-1 í fyrri leik liðanna.

Síðari leikur liðanna fer fram næst næsta laugardag, en í hinni viðureigninni milli Middlesbrough og Brentford urðu lokatölurnar 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×