Cadillac ætlar í dísilvélarnar Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 09:56 Johan de Nysschen forstjóri Cadillac. Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac, sem er í eigu General Motors, hefur hingað til knúið bíla sína nær eingöngu með bensínvélum, en ætlar að kynna til leiks nýjar dísilvélar í byrjun næsta áratugar. Cadillac hefur hafið þróun fjögurra og sex strokka dísilvéla og stefnir að því að kynna bíla sína með dísilvélum fyrst í Evrópu og gætu þeir komið á markað árið 2019. Það var forstjóri Cadillac, Johan de Nysschen, sem tilkynnti um þessa stefnubreytingu Cadillac, en hann tiltók ekki í hvaða bílgerðum Cadillac þessar fyrstu dísilvélar myndu sjást. Cadillac ætlar líka að kynna Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni í bíla sína, líkt og svo margir aðrir bílaframleiðendur gera nú. Bent hefur verið á að Cadillac ætti frekar að setja rafmótora í bíla sína frekar en dísilvélar, en yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa að undanförnu sett sig á móti aukinni notkun dísilvéla vegna sótmengunar þeirra og að mun vænlegra til sölu sé að halda sig við bensínvélar en bæta við rafmótorum þeim til aðstoðar og með því minnka eyðslu þeirra. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent
Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac, sem er í eigu General Motors, hefur hingað til knúið bíla sína nær eingöngu með bensínvélum, en ætlar að kynna til leiks nýjar dísilvélar í byrjun næsta áratugar. Cadillac hefur hafið þróun fjögurra og sex strokka dísilvéla og stefnir að því að kynna bíla sína með dísilvélum fyrst í Evrópu og gætu þeir komið á markað árið 2019. Það var forstjóri Cadillac, Johan de Nysschen, sem tilkynnti um þessa stefnubreytingu Cadillac, en hann tiltók ekki í hvaða bílgerðum Cadillac þessar fyrstu dísilvélar myndu sjást. Cadillac ætlar líka að kynna Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni í bíla sína, líkt og svo margir aðrir bílaframleiðendur gera nú. Bent hefur verið á að Cadillac ætti frekar að setja rafmótora í bíla sína frekar en dísilvélar, en yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa að undanförnu sett sig á móti aukinni notkun dísilvéla vegna sótmengunar þeirra og að mun vænlegra til sölu sé að halda sig við bensínvélar en bæta við rafmótorum þeim til aðstoðar og með því minnka eyðslu þeirra.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent