Á ekki að fara að koma með eitt? Birta Björnsdóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Íslandsmetið í ókurteisi án atrennu er slegið mjög reglulega hér á landi. Vettvangur Íslandsmetanna er oftar en ekki fjölskylduboð, veislur og barnaafmæli en metin geta þó verið slegin nánast hvar sem er; á förnum vegi, í sundi, á Stjörnutorgi eða á Alþingi. Og hvernig falla svo þessi met svona víða um borg og bæ með svo reglulegum hætti? Jú, með því að heimsins indælasta fólk telur sig vera í fullum rétti til að yfirheyra fólk um þá staðreynd að það eigi ekki börn. Þetta geta verið vinalegar athugasemdir þegar barn er á staðnum. Þá eru barnlausar konur oftar en ekki sakaðar um bjölluhljóm í eggjastokkunum, sem mín greinilega daufu eyru hafa aldrei heyrt. Þá er ég ekki viss um að barnlausar konur hafi haldið á smábarni öðruvísi en að fá að heyra að „þetta fari henni vel“ eða að „hún sé að æfa sig“ þar til komi að þessu í hennar lífi. Þá eru ótaldir þeir samborgarar sem spyrja hreint út hvort „það eigi ekki að fara að koma með eitt?“ Ástæður fyrir barnleysi geta verið ótalmargar. Í sumum samböndum langar annan aðilann til að fjölga mannkyninu á meðan hinn aðilinn vill það ekki. Hjá öðrum pörum er það hreint ekki á stefnuskránni að eignast börn. Þá er ótalinn sá hópur fólks sem glímir við ófrjósemi, með öllu því hugarangri sem því fylgir. Fólk á förnum vegi og fjarskyldir ættingjar geta allavega sveiað sér upp á að hver sú sem ástæðan er þá kemur hún þeim ekki við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birta Björnsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Íslandsmetið í ókurteisi án atrennu er slegið mjög reglulega hér á landi. Vettvangur Íslandsmetanna er oftar en ekki fjölskylduboð, veislur og barnaafmæli en metin geta þó verið slegin nánast hvar sem er; á förnum vegi, í sundi, á Stjörnutorgi eða á Alþingi. Og hvernig falla svo þessi met svona víða um borg og bæ með svo reglulegum hætti? Jú, með því að heimsins indælasta fólk telur sig vera í fullum rétti til að yfirheyra fólk um þá staðreynd að það eigi ekki börn. Þetta geta verið vinalegar athugasemdir þegar barn er á staðnum. Þá eru barnlausar konur oftar en ekki sakaðar um bjölluhljóm í eggjastokkunum, sem mín greinilega daufu eyru hafa aldrei heyrt. Þá er ég ekki viss um að barnlausar konur hafi haldið á smábarni öðruvísi en að fá að heyra að „þetta fari henni vel“ eða að „hún sé að æfa sig“ þar til komi að þessu í hennar lífi. Þá eru ótaldir þeir samborgarar sem spyrja hreint út hvort „það eigi ekki að fara að koma með eitt?“ Ástæður fyrir barnleysi geta verið ótalmargar. Í sumum samböndum langar annan aðilann til að fjölga mannkyninu á meðan hinn aðilinn vill það ekki. Hjá öðrum pörum er það hreint ekki á stefnuskránni að eignast börn. Þá er ótalinn sá hópur fólks sem glímir við ófrjósemi, með öllu því hugarangri sem því fylgir. Fólk á förnum vegi og fjarskyldir ættingjar geta allavega sveiað sér upp á að hver sú sem ástæðan er þá kemur hún þeim ekki við.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun