Eitraður útgerðarauður Jón Steinsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Ég hef lengi barist fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindum sínum. Einföld og góð markaðslausn sem myndi tryggja það væri uppboð á veiðiheimildum. Rökin sem ég hef lagt áherslu á eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er skýrt kveðið á um það í lögum að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Í því ljósi er í hæsta máta óeðlilegt að þeim sé ráðstafað til fámenns hóps útvalinna án þess að fullt gjald sé tekið fyrir. Hins vegar eru leigutekjur af veiðiheimildum langhagkvæmasta tekjulindin sem ríkissjóður á völ á. Ef ríkissjóður fengi 40 milljarða króna árlega í leigutekjur af veiðiheimildum væri unnt að lækka skatta til muna eða bæta velferðarkerfið til muna.Pólitísk áhrif útgerðarmanna En það eru önnur rök fyrir uppboði á veiðiheimildum sem ég tel að séu ekki síður mikilvæg. Núverandi gjafakvótafyrirkomulag hefur orðið til þess að fámennur hópur útgerðarmanna hefur orðið ævintýralega auðugur á íslenskan mælikvarða. Þessi ævintýralegi auður hefur gert útgerðarmönnum kleift að kaupa sér gríðarleg áhrif þegar kemur að stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu í landinu. Útgerðarmenn kosta að stórum hluta núverandi stjórnarflokka. Þeir eiga enn fremur einn af stærstu fjölmiðlum landsins og nota hann meðal annars til þess að halda uppi stanslausum árásum á aðra fjölmiðla. Kosningabarátta fjölmargra þingmanna og sveitarstjórnarmanna í prófkjörum er að stórum hluta kostuð af útgerðarmönnum. Sumir þingmenn hafa meira að segja lýst því yfir að þeir séu fulltrúar útgerðarmanna á þingi. Þessir tilteknu auðmenn hafa vitaskuld sérstaklega mikla hagsmuni af því að kaupa sér pólitísk áhrif. Það er vegna þess að stór hluti auðsins sem þeir eiga er til kominn vegna þeirra forréttinda að fá kvóta úthlutaðan langt undir markaðsverði. Þessi forréttindi þarf að verja. Þau eru um 40 milljarða króna virði árlega. Nokkrir tugir milljóna í pólitísk framlög eru því smámunir í samanburði.Bjöguð þjóðfélagsumræða Ævintýralegur auður útgerðarmanna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Áróður sem hentar útgerðarmönnum í alls kyns málum bylur á landsmönnum daginn út og daginn inn. Alls kyns hálfsannleikur og smjörklípur eru endurteknar svo oft að þær síast inn í vitund þjóðarinnar og brengla þjóðfélagsumræðuna útgerðarmönnum í hag. Þeir sem reyna að tala fyrir hagsmunum almennings þurfa sífellt að eiga í höggi við risavaxna áróðursmaskínu sem hefur aðra hagsmuni að leiðarljósi. Kostnaður almennings af þessu ástandi er án efa langtum meiri en auðlindaarðurinn sjálfur þar sem alls kyns önnur framfaramál þjóðarinnar verða fyrir barðinu á sérhagsmunum útgerðarmanna. Pólitísk atburðarás síðustu daga sýnir skýrar en áður hversu mikil og slæm áhrif hinn ævintýralegi auður útgerðarmanna er farinn að hafa á stjórnmál á Íslandi. Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn að setja spurningamerki við það að Ísland taki þátt í samvinnu vestrænna lýðræðisríkja í öryggis- og varnarmálum, sem snúa að því að refsa ríki sem ráðist hefur með hervaldi á nágrannaþjóð sína, er fátt orðið heilagt fyrir sérhagsmunum útgerðarmanna. Höfum í huga að markmiðið með þessari grundvallarstefnubreytingu í utanríkismálum væri að verja innan við 5% af útflutningi þjóðarinnar (sem nýir markaðir munu án efa finnast fyrir með tímanum).Nóg komið? Sýnir þessi atburðarás ekki að áhrif útgerðarmanna á stjórnmálin á Íslandi eru orðin miklu meira en ótæpileg? Sýnir hún ekki að þau hafa ekki einungis veruleg neikvæð áhrif á lífskjör almennings heldur eru beinlínis farin að stofna öryggi landsins til lengri tíma litið í hættu? Er ekki tími til kominn að gjafakvótinn (rót vandans) sé afnuminn í eitt skipti fyrir öll áður en útgerðarmenn valda þjóðinni varanlegum skaða með skammsýnni sérhagsmunagæslu sinni? Það er einfalt að ráða bót á þessu. Til þess þarf einungis að bjóða upp veiðiheimildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi barist fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindum sínum. Einföld og góð markaðslausn sem myndi tryggja það væri uppboð á veiðiheimildum. Rökin sem ég hef lagt áherslu á eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er skýrt kveðið á um það í lögum að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Í því ljósi er í hæsta máta óeðlilegt að þeim sé ráðstafað til fámenns hóps útvalinna án þess að fullt gjald sé tekið fyrir. Hins vegar eru leigutekjur af veiðiheimildum langhagkvæmasta tekjulindin sem ríkissjóður á völ á. Ef ríkissjóður fengi 40 milljarða króna árlega í leigutekjur af veiðiheimildum væri unnt að lækka skatta til muna eða bæta velferðarkerfið til muna.Pólitísk áhrif útgerðarmanna En það eru önnur rök fyrir uppboði á veiðiheimildum sem ég tel að séu ekki síður mikilvæg. Núverandi gjafakvótafyrirkomulag hefur orðið til þess að fámennur hópur útgerðarmanna hefur orðið ævintýralega auðugur á íslenskan mælikvarða. Þessi ævintýralegi auður hefur gert útgerðarmönnum kleift að kaupa sér gríðarleg áhrif þegar kemur að stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu í landinu. Útgerðarmenn kosta að stórum hluta núverandi stjórnarflokka. Þeir eiga enn fremur einn af stærstu fjölmiðlum landsins og nota hann meðal annars til þess að halda uppi stanslausum árásum á aðra fjölmiðla. Kosningabarátta fjölmargra þingmanna og sveitarstjórnarmanna í prófkjörum er að stórum hluta kostuð af útgerðarmönnum. Sumir þingmenn hafa meira að segja lýst því yfir að þeir séu fulltrúar útgerðarmanna á þingi. Þessir tilteknu auðmenn hafa vitaskuld sérstaklega mikla hagsmuni af því að kaupa sér pólitísk áhrif. Það er vegna þess að stór hluti auðsins sem þeir eiga er til kominn vegna þeirra forréttinda að fá kvóta úthlutaðan langt undir markaðsverði. Þessi forréttindi þarf að verja. Þau eru um 40 milljarða króna virði árlega. Nokkrir tugir milljóna í pólitísk framlög eru því smámunir í samanburði.Bjöguð þjóðfélagsumræða Ævintýralegur auður útgerðarmanna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Áróður sem hentar útgerðarmönnum í alls kyns málum bylur á landsmönnum daginn út og daginn inn. Alls kyns hálfsannleikur og smjörklípur eru endurteknar svo oft að þær síast inn í vitund þjóðarinnar og brengla þjóðfélagsumræðuna útgerðarmönnum í hag. Þeir sem reyna að tala fyrir hagsmunum almennings þurfa sífellt að eiga í höggi við risavaxna áróðursmaskínu sem hefur aðra hagsmuni að leiðarljósi. Kostnaður almennings af þessu ástandi er án efa langtum meiri en auðlindaarðurinn sjálfur þar sem alls kyns önnur framfaramál þjóðarinnar verða fyrir barðinu á sérhagsmunum útgerðarmanna. Pólitísk atburðarás síðustu daga sýnir skýrar en áður hversu mikil og slæm áhrif hinn ævintýralegi auður útgerðarmanna er farinn að hafa á stjórnmál á Íslandi. Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn að setja spurningamerki við það að Ísland taki þátt í samvinnu vestrænna lýðræðisríkja í öryggis- og varnarmálum, sem snúa að því að refsa ríki sem ráðist hefur með hervaldi á nágrannaþjóð sína, er fátt orðið heilagt fyrir sérhagsmunum útgerðarmanna. Höfum í huga að markmiðið með þessari grundvallarstefnubreytingu í utanríkismálum væri að verja innan við 5% af útflutningi þjóðarinnar (sem nýir markaðir munu án efa finnast fyrir með tímanum).Nóg komið? Sýnir þessi atburðarás ekki að áhrif útgerðarmanna á stjórnmálin á Íslandi eru orðin miklu meira en ótæpileg? Sýnir hún ekki að þau hafa ekki einungis veruleg neikvæð áhrif á lífskjör almennings heldur eru beinlínis farin að stofna öryggi landsins til lengri tíma litið í hættu? Er ekki tími til kominn að gjafakvótinn (rót vandans) sé afnuminn í eitt skipti fyrir öll áður en útgerðarmenn valda þjóðinni varanlegum skaða með skammsýnni sérhagsmunagæslu sinni? Það er einfalt að ráða bót á þessu. Til þess þarf einungis að bjóða upp veiðiheimildir.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar