Selja 10 þúsundasta svefnlækningatækið Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2015 12:00 Tugir milljóna manna þjást af svefnleysi um heim allan. Ódýrara er fyrir heilbrigðisstofnanir að greina svefntruflanir í heimahúsum. Viðskipti Íslenska fyrirtækið Nox Medical náði þeim árangri nú í júlí að tíuþúsundasta Nox T3 lækningatækið var afhent í hendur viðskiptavinar. Nox Medical er hátæknifyrirtæki sem framleiðir lækningabúnað til greiningar á svefntruflunum. „Þetta er skilgreint sem lækningavara sem er eingöngu notuð af heilbrigðisstarfsfólki. Hún er notuð til að mæla öndunartruflanir í svefni, eða kæfisvefn, sem er orðinn mikill þáttur í heilbrigðisvísindum,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Nox Medcial var stofnað árið 2006 á grunni fyrirtækis sem hét Flaga. Helgi Kristbjarnarson læknir stofnaði Flögu rétt rúmum tíu árum fyrr. Þegar bandarískur forstjóri tók við stjórnartaumunum sá hann ekki rekstrargrundvöll fyrir það hér á landi. Það var því flutt til Denver í Colorado. Stór hluti þeirra sem unnu hjá Flögu hér missti vinnuna og úr varð að sjö úr þessum hópi stofnuðu Nox Medical. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú orðnir 40. Seint á árinu 2008 fór fyrirtækið svo að selja fyrstu vörurnar. Á árunum 2009 til og með ársins 2011 voru tekjurnar um 150 milljónir íslenskra króna en í dag eru þær komnir upp í 1,5 milljarða. „Það sem kannski er óvanalegt við fyrirtæki af þessari stærð er að þetta fyrirtæki er rekið með hagnaði frá fyrsta ári í tekjusköpun,“ segir Pétur. Það er mat stjórnenda félagsins að svefn um 2,5 milljóna manna, um allan heim, hafi verið rannsakaður með þessum íslenska búnaði. Öll sala félagsins fer fram erlendis í gegnum erlenda samstarfsaðila og eru stærstu markaðirnir í Bandaríkjunum og Evrópu. „Bandaríkin ein og sér eru náttúrlega stærsti markaðurinn. Þar hefur orðið mikil breyting frá því að svefnmælingarnar voru gerðar að langmestu leyti inni á sjúkrahúsum,“ segir Pétur en bætir því við að með tilkomu tækni, eins og Nox T3 tækisins, fari mælingarnar fram í heimahúsum í auknum mæli. „Stærstu markaðirnir í Evrópu eru Þýskaland og Frakkland,“ bætir Pétur við en segir að einnig séu að opnast markaðir í Kína og Japan. Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Viðskipti Íslenska fyrirtækið Nox Medical náði þeim árangri nú í júlí að tíuþúsundasta Nox T3 lækningatækið var afhent í hendur viðskiptavinar. Nox Medical er hátæknifyrirtæki sem framleiðir lækningabúnað til greiningar á svefntruflunum. „Þetta er skilgreint sem lækningavara sem er eingöngu notuð af heilbrigðisstarfsfólki. Hún er notuð til að mæla öndunartruflanir í svefni, eða kæfisvefn, sem er orðinn mikill þáttur í heilbrigðisvísindum,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Nox Medcial var stofnað árið 2006 á grunni fyrirtækis sem hét Flaga. Helgi Kristbjarnarson læknir stofnaði Flögu rétt rúmum tíu árum fyrr. Þegar bandarískur forstjóri tók við stjórnartaumunum sá hann ekki rekstrargrundvöll fyrir það hér á landi. Það var því flutt til Denver í Colorado. Stór hluti þeirra sem unnu hjá Flögu hér missti vinnuna og úr varð að sjö úr þessum hópi stofnuðu Nox Medical. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú orðnir 40. Seint á árinu 2008 fór fyrirtækið svo að selja fyrstu vörurnar. Á árunum 2009 til og með ársins 2011 voru tekjurnar um 150 milljónir íslenskra króna en í dag eru þær komnir upp í 1,5 milljarða. „Það sem kannski er óvanalegt við fyrirtæki af þessari stærð er að þetta fyrirtæki er rekið með hagnaði frá fyrsta ári í tekjusköpun,“ segir Pétur. Það er mat stjórnenda félagsins að svefn um 2,5 milljóna manna, um allan heim, hafi verið rannsakaður með þessum íslenska búnaði. Öll sala félagsins fer fram erlendis í gegnum erlenda samstarfsaðila og eru stærstu markaðirnir í Bandaríkjunum og Evrópu. „Bandaríkin ein og sér eru náttúrlega stærsti markaðurinn. Þar hefur orðið mikil breyting frá því að svefnmælingarnar voru gerðar að langmestu leyti inni á sjúkrahúsum,“ segir Pétur en bætir því við að með tilkomu tækni, eins og Nox T3 tækisins, fari mælingarnar fram í heimahúsum í auknum mæli. „Stærstu markaðirnir í Evrópu eru Þýskaland og Frakkland,“ bætir Pétur við en segir að einnig séu að opnast markaðir í Kína og Japan.
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira