Selja 10 þúsundasta svefnlækningatækið Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2015 12:00 Tugir milljóna manna þjást af svefnleysi um heim allan. Ódýrara er fyrir heilbrigðisstofnanir að greina svefntruflanir í heimahúsum. Viðskipti Íslenska fyrirtækið Nox Medical náði þeim árangri nú í júlí að tíuþúsundasta Nox T3 lækningatækið var afhent í hendur viðskiptavinar. Nox Medical er hátæknifyrirtæki sem framleiðir lækningabúnað til greiningar á svefntruflunum. „Þetta er skilgreint sem lækningavara sem er eingöngu notuð af heilbrigðisstarfsfólki. Hún er notuð til að mæla öndunartruflanir í svefni, eða kæfisvefn, sem er orðinn mikill þáttur í heilbrigðisvísindum,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Nox Medcial var stofnað árið 2006 á grunni fyrirtækis sem hét Flaga. Helgi Kristbjarnarson læknir stofnaði Flögu rétt rúmum tíu árum fyrr. Þegar bandarískur forstjóri tók við stjórnartaumunum sá hann ekki rekstrargrundvöll fyrir það hér á landi. Það var því flutt til Denver í Colorado. Stór hluti þeirra sem unnu hjá Flögu hér missti vinnuna og úr varð að sjö úr þessum hópi stofnuðu Nox Medical. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú orðnir 40. Seint á árinu 2008 fór fyrirtækið svo að selja fyrstu vörurnar. Á árunum 2009 til og með ársins 2011 voru tekjurnar um 150 milljónir íslenskra króna en í dag eru þær komnir upp í 1,5 milljarða. „Það sem kannski er óvanalegt við fyrirtæki af þessari stærð er að þetta fyrirtæki er rekið með hagnaði frá fyrsta ári í tekjusköpun,“ segir Pétur. Það er mat stjórnenda félagsins að svefn um 2,5 milljóna manna, um allan heim, hafi verið rannsakaður með þessum íslenska búnaði. Öll sala félagsins fer fram erlendis í gegnum erlenda samstarfsaðila og eru stærstu markaðirnir í Bandaríkjunum og Evrópu. „Bandaríkin ein og sér eru náttúrlega stærsti markaðurinn. Þar hefur orðið mikil breyting frá því að svefnmælingarnar voru gerðar að langmestu leyti inni á sjúkrahúsum,“ segir Pétur en bætir því við að með tilkomu tækni, eins og Nox T3 tækisins, fari mælingarnar fram í heimahúsum í auknum mæli. „Stærstu markaðirnir í Evrópu eru Þýskaland og Frakkland,“ bætir Pétur við en segir að einnig séu að opnast markaðir í Kína og Japan. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Viðskipti Íslenska fyrirtækið Nox Medical náði þeim árangri nú í júlí að tíuþúsundasta Nox T3 lækningatækið var afhent í hendur viðskiptavinar. Nox Medical er hátæknifyrirtæki sem framleiðir lækningabúnað til greiningar á svefntruflunum. „Þetta er skilgreint sem lækningavara sem er eingöngu notuð af heilbrigðisstarfsfólki. Hún er notuð til að mæla öndunartruflanir í svefni, eða kæfisvefn, sem er orðinn mikill þáttur í heilbrigðisvísindum,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Nox Medcial var stofnað árið 2006 á grunni fyrirtækis sem hét Flaga. Helgi Kristbjarnarson læknir stofnaði Flögu rétt rúmum tíu árum fyrr. Þegar bandarískur forstjóri tók við stjórnartaumunum sá hann ekki rekstrargrundvöll fyrir það hér á landi. Það var því flutt til Denver í Colorado. Stór hluti þeirra sem unnu hjá Flögu hér missti vinnuna og úr varð að sjö úr þessum hópi stofnuðu Nox Medical. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú orðnir 40. Seint á árinu 2008 fór fyrirtækið svo að selja fyrstu vörurnar. Á árunum 2009 til og með ársins 2011 voru tekjurnar um 150 milljónir íslenskra króna en í dag eru þær komnir upp í 1,5 milljarða. „Það sem kannski er óvanalegt við fyrirtæki af þessari stærð er að þetta fyrirtæki er rekið með hagnaði frá fyrsta ári í tekjusköpun,“ segir Pétur. Það er mat stjórnenda félagsins að svefn um 2,5 milljóna manna, um allan heim, hafi verið rannsakaður með þessum íslenska búnaði. Öll sala félagsins fer fram erlendis í gegnum erlenda samstarfsaðila og eru stærstu markaðirnir í Bandaríkjunum og Evrópu. „Bandaríkin ein og sér eru náttúrlega stærsti markaðurinn. Þar hefur orðið mikil breyting frá því að svefnmælingarnar voru gerðar að langmestu leyti inni á sjúkrahúsum,“ segir Pétur en bætir því við að með tilkomu tækni, eins og Nox T3 tækisins, fari mælingarnar fram í heimahúsum í auknum mæli. „Stærstu markaðirnir í Evrópu eru Þýskaland og Frakkland,“ bætir Pétur við en segir að einnig séu að opnast markaðir í Kína og Japan.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira