Íslendingar keypt Teslur fyrir hálfan milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even býst við þvi sala á rafbílum muni halda áfram að aukast. fréttablaðið/anton brink Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann. Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00