Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Haukar 73-79 | Helena með þrennu og sigur í systraslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2015 17:14 Haukar eru með fullt hús stiga í Domino's deild kvenna en Hafnfirðingar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir sóttu Val heim í Vodafone-höllina í kvöld. Lokatölur 73-79, Haukum í vil.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Hlíðarenda í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir þær sakir að þar mættust landsliðskonurnar og systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur í fyrsta sinn í deildarleik. Þær hafa verið tveir allra bestu leikmenn Domino's deildarinnar til þessa en í kvöld hafði stóra systir betur. Helena var með þrennu þriðja leikinn í röð en hún skoraði 16 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Guðbjörg var hins vegar með 12 stig, níu fráköst, sex stoðsendingar og tvo stolna bolta. Valskonur byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu sjö stig hans. Karisma Chapman skoraði fjögur þessara stiga en fleiri urðu stigin ekki hjá henni í 1. leikhluta. Haukar unnu sig þó fljótt inn í leikinn og eftir fimm stig í röð frá Pálínu Gunnlaugsdóttur var munurinn aðeins eitt stig, 9-8. Gestirnir spiluðu svo betur úr sínum málum á lokakafla 1. leikhluta og leiddu að honum loknum, 15-16. Chapman skoraði fyrstu körfu 2. leikhluta en þá kom frábær 14-4 kafli hjá Haukum sem komust níu stigum yfir, 21-30. Í kjölfarið fóru Haukar að hreyfa liðið sitt og Pálína og Helena fengu sér báðar sæti bekknum. Og það nýttu Valskonur sér, þó engin betur en Chapman sem tók hreinlega yfir leikinn um miðbik 2. leikhluta. Hún skoraði 11 af næstu 13 stigum Vals og kom liðinu yfir, 35-34. Frábær 14-4 kafli hjá heimakonum sem nýttu sér tímann þegar lykilmenn Hauka sátu á bekknum frábærlega. Haukar áttu þó síðasta orðið í 2. leikhluta og leiddu því í hálfleik, 35-36. Í 3. leikhluta tóku Haukar öll völd á vellinum en munurinn á liðunum lá einna helst í fráköstunum. Haukar tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á meðan Valskonum virtist hreinlega fyrirmunað að stíga út. Fyrir vikið fengu gestirnir ítrekað nýja sókn og til að bæta gráu ofan á svart fyrir Val fóru Haukakonur að hitta vel fyrir utan. Haukar unnu 3. leikhlutann 29-18 og leiddu því með 12 stigum, 53-65, fyrir lokaleikhlutann. Það sama var uppi á teningnum framan af honum; Haukakonur tóku heilan haug af sóknarfráköstum og á einhverjum tímapunkti var staðan 15-1 í sóknarfráköstunum, Haukum í vil. Haukar náðu mest 21 stigs forystu, 56-77, en þá fóru gestirnir að slaka á og hleyptu Valskonum inn í leikinn. Chapman, sem var ósýnileg í 3. leikhluta, fór aftur í gang og Valur vann síðustu sex mínútur leiksins 14-0. Munurinn var hins vegar of mikill og svo fór að Haukar unnu sex stiga sigur, 73-79. Helena var stigahæst í liði Hauka með 16 stig en Pálína og Sylvía Rún Hálfdanardóttir komu næstar með 15 stig hvor. Haukar fengu flott framlag frá bekknum í kvöld; alls 20 stig gegn aðeins þremur hjá Val. Chapman var atkvæðamest í liði Vals með 36 stig og 18 fráköst. Þrátt fyrir þessar rosalegu tölur átti hún misjafnan leik en Valur hefði eflaust þegið meira og betra framlag frá henni í 3. leikhluta þegar leikurinn svo gott sem tapaðist. Guðbjörg kom næst með 12 stig og þá skoraði Dagbjört Samúelsdóttir 10 stig.Helena og Guðbjörg: Kunnum alveg að vera vinkonur Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum.Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá leik Vals og Hauka;Tweets by @Visirkarfa1 Guðbjörg Sverrisdóttir fer hér framhjá stóru systur en það var Helena Sverrisdóttir fagnaði sigri í lokin. Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir með boltann í leiknum.Vísir/Ernir Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Haukar eru með fullt hús stiga í Domino's deild kvenna en Hafnfirðingar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir sóttu Val heim í Vodafone-höllina í kvöld. Lokatölur 73-79, Haukum í vil.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Hlíðarenda í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir þær sakir að þar mættust landsliðskonurnar og systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur í fyrsta sinn í deildarleik. Þær hafa verið tveir allra bestu leikmenn Domino's deildarinnar til þessa en í kvöld hafði stóra systir betur. Helena var með þrennu þriðja leikinn í röð en hún skoraði 16 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Guðbjörg var hins vegar með 12 stig, níu fráköst, sex stoðsendingar og tvo stolna bolta. Valskonur byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu sjö stig hans. Karisma Chapman skoraði fjögur þessara stiga en fleiri urðu stigin ekki hjá henni í 1. leikhluta. Haukar unnu sig þó fljótt inn í leikinn og eftir fimm stig í röð frá Pálínu Gunnlaugsdóttur var munurinn aðeins eitt stig, 9-8. Gestirnir spiluðu svo betur úr sínum málum á lokakafla 1. leikhluta og leiddu að honum loknum, 15-16. Chapman skoraði fyrstu körfu 2. leikhluta en þá kom frábær 14-4 kafli hjá Haukum sem komust níu stigum yfir, 21-30. Í kjölfarið fóru Haukar að hreyfa liðið sitt og Pálína og Helena fengu sér báðar sæti bekknum. Og það nýttu Valskonur sér, þó engin betur en Chapman sem tók hreinlega yfir leikinn um miðbik 2. leikhluta. Hún skoraði 11 af næstu 13 stigum Vals og kom liðinu yfir, 35-34. Frábær 14-4 kafli hjá heimakonum sem nýttu sér tímann þegar lykilmenn Hauka sátu á bekknum frábærlega. Haukar áttu þó síðasta orðið í 2. leikhluta og leiddu því í hálfleik, 35-36. Í 3. leikhluta tóku Haukar öll völd á vellinum en munurinn á liðunum lá einna helst í fráköstunum. Haukar tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á meðan Valskonum virtist hreinlega fyrirmunað að stíga út. Fyrir vikið fengu gestirnir ítrekað nýja sókn og til að bæta gráu ofan á svart fyrir Val fóru Haukakonur að hitta vel fyrir utan. Haukar unnu 3. leikhlutann 29-18 og leiddu því með 12 stigum, 53-65, fyrir lokaleikhlutann. Það sama var uppi á teningnum framan af honum; Haukakonur tóku heilan haug af sóknarfráköstum og á einhverjum tímapunkti var staðan 15-1 í sóknarfráköstunum, Haukum í vil. Haukar náðu mest 21 stigs forystu, 56-77, en þá fóru gestirnir að slaka á og hleyptu Valskonum inn í leikinn. Chapman, sem var ósýnileg í 3. leikhluta, fór aftur í gang og Valur vann síðustu sex mínútur leiksins 14-0. Munurinn var hins vegar of mikill og svo fór að Haukar unnu sex stiga sigur, 73-79. Helena var stigahæst í liði Hauka með 16 stig en Pálína og Sylvía Rún Hálfdanardóttir komu næstar með 15 stig hvor. Haukar fengu flott framlag frá bekknum í kvöld; alls 20 stig gegn aðeins þremur hjá Val. Chapman var atkvæðamest í liði Vals með 36 stig og 18 fráköst. Þrátt fyrir þessar rosalegu tölur átti hún misjafnan leik en Valur hefði eflaust þegið meira og betra framlag frá henni í 3. leikhluta þegar leikurinn svo gott sem tapaðist. Guðbjörg kom næst með 12 stig og þá skoraði Dagbjört Samúelsdóttir 10 stig.Helena og Guðbjörg: Kunnum alveg að vera vinkonur Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum.Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá leik Vals og Hauka;Tweets by @Visirkarfa1 Guðbjörg Sverrisdóttir fer hér framhjá stóru systur en það var Helena Sverrisdóttir fagnaði sigri í lokin. Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir með boltann í leiknum.Vísir/Ernir
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira