Skoðun

Guð og illa lyktandi trúleysingjar

Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar
Þórir Stephensen, fv. dómkirkjuprestur, birtir grein í Fréttablaðinu 27. október, þar sem hann vandar þeim okkar ekki kveðjuna, sem trúum ekki á neinn guð og höfum sagt frá því í Fréttablaðinu. Eftir að hafa talið upp fjölda þekktra stórmenna mannkynssögunnar, sem hafa trúað á guð, eins og hann sjálfur, spyr hann lesendur blaðsins, hvor hópurinn sé líklegri til að „lyfta íslenskri þjóð til betri framtíðar“, þeir „miklu andans jöfrar“ eða trúlausu „Fréttablaðsskríbentarnir“ og aðrir „þeim samdauna“ - lesist: sem gefa frá sér sömu fýlulykt.

Þórir segist jafnframt vera orðinn „hundleiður“ á órökstuddum yfirlýsingum trúleysingjanna, þess efnis, að veröldin okkar sé guðslaus. Þess í stað vill Þórir meina, að guðstrúin hafi „haldið uppi menningu og siðgæði þjóðar okkar um aldir“. Vegna þessarar rætnu greinar séra Þóris, þar sem okkur, trúleysingjum, er lýst sem illa lyktandi og þar sem gefið er í skyn, að trúin á guð sé forsenda siðgæðis og menningar okkar, þá vill undirritaður benda honum vinsamlegast á það, að siðferði þess trúleysis, sem ég aðhyllist, bannar mér með öllu að fjalla niðrandi um hvern þann mann, sem vill trúa á sinn guð.




Skoðun

Sjá meira


×