Citroën ætlar að selja bíla á vefnum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 14:58 Citroën Cactus M. Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent
Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent