Nissan teflir Datsun fram á fleiri mörkuðum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 15:18 Datsun Go. Autoevolution. Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent
Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent