Viðskipti innlent

Enn einn stjórnandinn hjá Össuri hagnast um 43 milljónir króna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ólafur Gylfason, sölu- og markaðsstjóri.
Ólafur Gylfason, sölu- og markaðsstjóri. ©Össur
Ólafur Gylfason, sölu- og markaðsstjóri hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, hagnaðist í dag um tæpar 43 milljónir þegar hann nýtti sér kauprétt á hlutabréfum í Össuri. Er hann þriðji stjórnandi fyrirtækisins sem innleysir kauppréttarsamning sinn á skömmum tíma.

Ólafur nýtti sér ákvæði í kaupréttarsamningi sínum líkt og forstjórinn Jón Sigurðsson og Þorvaldur Ingvason, framkvæmdastjóri þróunar og rannsóknar, gerðu fyrir skömmu. Hagnaðist Jón um 368 milljónir og Þorvaldur um 105 milljónir.

Ólafur keypti 147 þúsund hluti í dönsku kauphöllinni á 8,55 danskar krónur á hlut. Kaupverðið svarar til rúmlega 25 milljóna íslenskra króna. Strax í kjölfarið, fjórum mínútum síðar samkvæmt upplýsingum úr kauphöllinni, seldi hann 147,022 hluti í Össuri á 23,55 krónur fyrir hvern hlut í dönsku kauphöllinni eða fyrir um 68 milljónir íslenskra króna. Hagnaðurinn er því um 43 milljónir króna.

Ólafur situr á 9.517 hlutum eftir viðskiptin og á enn eftir kauprétt að 225 þúsund hlutum sem hann getur innleyst.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×