Viðskipti innlent

Annar toppur hjá Össuri hagnaðist um 105 milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forstjórinn Jón Sigurðsson hagnaðist vel af hlutabréfaviðskiptum í Össuri í síðustu viku.
Forstjórinn Jón Sigurðsson hagnaðist vel af hlutabréfaviðskiptum í Össuri í síðustu viku. Vísir/Valli
Þorvaldur Ingvarsson, læknir og forstöðumaður rannsóknar og þróunar hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, græddi í dag um 105 milljónir króna með kaupum og sölum á hlutabréfum í Össuri.

Þorvaldur nýtti sér ákvæði í kaupréttarsamningi sínum líkt og forstjórinn Jón Sigurðsson sem hagnaðist um 368 milljónir króna á sams konar viðskiptum í síðustu viku.

Þorvaldur Ingvarsson.Mynd af heimasíðu Össurar
Þorvaldur keypti 350 þúsund hluti í dönsku kauphöllinni á 8,59 danskar krónur á hlut. Kaupverðið svarar til tæplega 60 milljóna íslenskra króna. Strax í kjölfarið, mínútu síðar samkvæmt upplýsingum úr kauphöllinni, seldi hann 343,911 hluti í Össuri á 480 krónur hlut í íslensku kauphöllinni eða fyrir um 165 milljónir króna. Hagnaðurinn er því um 105 milljónir króna.

Þorvaldur á enn eftir kauprétt að 225 þúsund hlutum sem hann getur innleyst.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×