Toyota og Nissan innkalla 6,5 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2015 09:22 Toyota Corolla og Yaris bílar eru á meðal bíla sem innkallaðir verða. Innkallanir á bílum sem eru með gallaða öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata halda enn áfram. Nú hefur Toyota og Nissan ákveðið að innkalla enn eina 6,5 milljón bíla vegna gallans. Toyota innkallar 5 milljónir bíla af Corolla, Yaris og fleiri gerðum og eru 1,27 milljónir þeirra í Evrópu. Nissan innkallar 1,56 milljón bíla og eru 563.000 þeirra í Evrópu. Hjá Honda er líklegt að til frekari innköllunar á bílum með Takata öryggispúða komi á næstunni, en 6 hafa látist í Honda bílum vegan þessara gölluðu púða. Mjög margar kærur vegan þessara galla blasa við Takata frá Bandaríkjunum og Kanada. Hjá Toyota hefur mest áhersla veið lögð á innkallanir bíla sem eru í fylkjum þar sem raki er mikill, svo sem í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem liggja að suðurströnd landsins. Er það vegna þess að gallinn kemur fyrr fram í miklum raka. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort eða hve margir bílar á Íslandi heyra undir þessar innkallanir nú. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent
Innkallanir á bílum sem eru með gallaða öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata halda enn áfram. Nú hefur Toyota og Nissan ákveðið að innkalla enn eina 6,5 milljón bíla vegna gallans. Toyota innkallar 5 milljónir bíla af Corolla, Yaris og fleiri gerðum og eru 1,27 milljónir þeirra í Evrópu. Nissan innkallar 1,56 milljón bíla og eru 563.000 þeirra í Evrópu. Hjá Honda er líklegt að til frekari innköllunar á bílum með Takata öryggispúða komi á næstunni, en 6 hafa látist í Honda bílum vegan þessara gölluðu púða. Mjög margar kærur vegan þessara galla blasa við Takata frá Bandaríkjunum og Kanada. Hjá Toyota hefur mest áhersla veið lögð á innkallanir bíla sem eru í fylkjum þar sem raki er mikill, svo sem í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem liggja að suðurströnd landsins. Er það vegna þess að gallinn kemur fyrr fram í miklum raka. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort eða hve margir bílar á Íslandi heyra undir þessar innkallanir nú.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent