Bíllaus dagur í Stokkhólmi Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 09:25 Bíllaus dagur verður víða í borgum Evrópu þann 19. september. Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent
Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent