Milljarða kostnaðargreiðslur frá álverunum til móðurfélaganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. desember 2015 09:00 Samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaga sinna á síðasta ári en tvö álver standa undir stærstum hluta kostnaðarins. Vísir/Ernir Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira