Tæpir tveir milljarðar frá Straumsvík til móðurfélagsins á síðasta ári Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2015 09:30 Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en greiðslurnar eru ekki nýjar af nálinni. Vísir/Vilhelm Rio Tinto Alcan greiddi móðurfélagi sínu jafnvirði 1,7 milljarðs króna á síðasta ári. Greiðslan var fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu.Ólafur Teitur upplýsingafulltrúi segir greiðslurnar ekki nýjar af nálinni.13 milljónir dollara „Við greiðum móðurfélaginu fyrir A) tæknilega þekkingu og þjónustu, m.a. vegna rannsókna og þróunarstarfs í kertækni, B) aðra sameiginlega stýringu/stjórnun, C) ábyrgðargjald vegna ábyrgðar móðurfélags á tilteknum á skuldbindingum,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, í svarinu. „Fjárhæðin var alls 13,1 milljón dollara í fyrra.“ Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en stjórnendur félagsins hafa talað um að taprekstur verði einnig í ár. Tapreksturinn kemur þó ekki í veg fyrir að vel á annan milljarð króna fari frá félaginu hér heima til móðurfélagsins í Sviss.Í viðskiptasambandi við móðurfélagið Til viðbótar við þessi viðskipti verslar álverið í Straumsvík súrál, sem er aðalhráefnið sem álverið vinnur með, í gegnum móðurfélagið en Ólafur Teitur segir að engin þóknun sé greidd fyrir það. „Ekkert af súrálinu er frá verksmiðjum Rio Tinto, nema hvað einstaka sinnum fáum við súrál frá verksmiðju sem Rio Tinto á 10% hlut í,“ segir hann.Stundin fjallaði nýverið um greiðslur álversins til móðurfélagsins en þar kom einnig fram að Rio Tinto Alcan kaupi rafskaut af verksmiðju í eigu móðurfélagsins. „Rafskaut kaupum við af verksmiðju í Hollandi sem Rio Tinto á helmingshlut í á nóti Norsk Hydro,“ segir hann um þau viðskipti.Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Vísir/ErnirÓlafur Teitur segir að félagið skuldi móðurfélaginu engin lán en skammtímaskuldir félagsins við móðurfélagið séu vegna kaupa á súráli og rafskautum.Fært sem kostnaður í bókhaldinuÞessar greiðslur til Rio Tinto í Sviss eru færðar sem rekstrarkostnaður í bókhaldi félagsins og er því ekki skattur tekinn af fjármununum. Ólafur Teitur segir að þetta sé ekki nýtt fyrirkomulag og hafi verið til staðar áður en Rio Tinto keypti álverið í Straumsvík. „Greiðslur vegna tækniþekkingar og stjórnunar eru ekki nýjar af nálinni og voru ekki innleiddar af Rio Tinto. Hvort þær hafa verið frá upphafi eða komu til einhvern tímann síðar veit ég ekki, en þetta kom til löngu fyrir Rio Tinto,“ segir hann. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Rio Tinto Alcan greiddi móðurfélagi sínu jafnvirði 1,7 milljarðs króna á síðasta ári. Greiðslan var fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu.Ólafur Teitur upplýsingafulltrúi segir greiðslurnar ekki nýjar af nálinni.13 milljónir dollara „Við greiðum móðurfélaginu fyrir A) tæknilega þekkingu og þjónustu, m.a. vegna rannsókna og þróunarstarfs í kertækni, B) aðra sameiginlega stýringu/stjórnun, C) ábyrgðargjald vegna ábyrgðar móðurfélags á tilteknum á skuldbindingum,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, í svarinu. „Fjárhæðin var alls 13,1 milljón dollara í fyrra.“ Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en stjórnendur félagsins hafa talað um að taprekstur verði einnig í ár. Tapreksturinn kemur þó ekki í veg fyrir að vel á annan milljarð króna fari frá félaginu hér heima til móðurfélagsins í Sviss.Í viðskiptasambandi við móðurfélagið Til viðbótar við þessi viðskipti verslar álverið í Straumsvík súrál, sem er aðalhráefnið sem álverið vinnur með, í gegnum móðurfélagið en Ólafur Teitur segir að engin þóknun sé greidd fyrir það. „Ekkert af súrálinu er frá verksmiðjum Rio Tinto, nema hvað einstaka sinnum fáum við súrál frá verksmiðju sem Rio Tinto á 10% hlut í,“ segir hann.Stundin fjallaði nýverið um greiðslur álversins til móðurfélagsins en þar kom einnig fram að Rio Tinto Alcan kaupi rafskaut af verksmiðju í eigu móðurfélagsins. „Rafskaut kaupum við af verksmiðju í Hollandi sem Rio Tinto á helmingshlut í á nóti Norsk Hydro,“ segir hann um þau viðskipti.Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Vísir/ErnirÓlafur Teitur segir að félagið skuldi móðurfélaginu engin lán en skammtímaskuldir félagsins við móðurfélagið séu vegna kaupa á súráli og rafskautum.Fært sem kostnaður í bókhaldinuÞessar greiðslur til Rio Tinto í Sviss eru færðar sem rekstrarkostnaður í bókhaldi félagsins og er því ekki skattur tekinn af fjármununum. Ólafur Teitur segir að þetta sé ekki nýtt fyrirkomulag og hafi verið til staðar áður en Rio Tinto keypti álverið í Straumsvík. „Greiðslur vegna tækniþekkingar og stjórnunar eru ekki nýjar af nálinni og voru ekki innleiddar af Rio Tinto. Hvort þær hafa verið frá upphafi eða komu til einhvern tímann síðar veit ég ekki, en þetta kom til löngu fyrir Rio Tinto,“ segir hann.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira