Mercedes lofar 10 nýjum tvinntengilbílum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 10:10 Mercedes Benz C350e á bílasýningunni í Genf. Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent
Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent