Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 11:33 "Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu,“ segir verjandi Magnúsar Guðmundssonar. Magnús er til hægri á myndinni. Vísir/GVA Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, lagði áherslu á það í málflutningsræðu sinni í Al-Thani málinu í morgun, að staða hans væri önnur en annarra sakborninga í málinu. Sagði verjandinn, Kristín Edwald, að meint brot ákærða falli ekki undir íslenska refsilögsögu; Magnús hafi búið og starfað í Lúxemborg þegar meint brot hans áttu sér stað. Þá hafi hann í raun ekki verið starfsmaður Kaupþings á Íslandi heldur Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþing í Lúxemborg var ekki útibú Kaupþings á Íslandi heldur sjálfstæður banki á erlendri grundu sem laut eftirliti og löggjöf stjórnvalda þar. Hélt verjandinn því þar af leiðandi fram að skilyrði hegningarlaga um að brot sé framið innan íslenska ríkisins sé ekki fullnægt í tilfelli Magnúsar. Þar af leiðandi beri að sýkna hann af ákæru sérstaks saksóknara.Óskiljanleg niðurstaða héraðsdóms við mat á trúverðugleika vitna Kristín gerði sér svo mat úr orðum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, frá því í gær þegar hann sagði það „óheppilegt” að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði átti í lánaviðskiptum við Kaupþing. „Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu. Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá hefur aðili réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé vanhæfur. Svo ef að það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá er hann vanhæfur,” sagði Kristín. Líkt og aðrir verjendur ræddi Kristín svo um trúverðugleika vitna og mat héraðsdóms á framburðum þeirra. Sagði hún óskiljanlegt hvers vegna héraðsdómur leit fram hjá framburðum fjögurra lykilvitna vegna þess að þau höfðu átt fundi með verjendum meðákærðu. „Hvorki Magnús né verjandi hans voru í samskiptum við vitnin en þó kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki beri að taka vitnisburð þeirra til greina því þau funduðu með öðrum aðilum málsins.” Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag og málið verður svo dómtekið. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, lagði áherslu á það í málflutningsræðu sinni í Al-Thani málinu í morgun, að staða hans væri önnur en annarra sakborninga í málinu. Sagði verjandinn, Kristín Edwald, að meint brot ákærða falli ekki undir íslenska refsilögsögu; Magnús hafi búið og starfað í Lúxemborg þegar meint brot hans áttu sér stað. Þá hafi hann í raun ekki verið starfsmaður Kaupþings á Íslandi heldur Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþing í Lúxemborg var ekki útibú Kaupþings á Íslandi heldur sjálfstæður banki á erlendri grundu sem laut eftirliti og löggjöf stjórnvalda þar. Hélt verjandinn því þar af leiðandi fram að skilyrði hegningarlaga um að brot sé framið innan íslenska ríkisins sé ekki fullnægt í tilfelli Magnúsar. Þar af leiðandi beri að sýkna hann af ákæru sérstaks saksóknara.Óskiljanleg niðurstaða héraðsdóms við mat á trúverðugleika vitna Kristín gerði sér svo mat úr orðum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, frá því í gær þegar hann sagði það „óheppilegt” að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði átti í lánaviðskiptum við Kaupþing. „Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu. Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá hefur aðili réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé vanhæfur. Svo ef að það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá er hann vanhæfur,” sagði Kristín. Líkt og aðrir verjendur ræddi Kristín svo um trúverðugleika vitna og mat héraðsdóms á framburðum þeirra. Sagði hún óskiljanlegt hvers vegna héraðsdómur leit fram hjá framburðum fjögurra lykilvitna vegna þess að þau höfðu átt fundi með verjendum meðákærðu. „Hvorki Magnús né verjandi hans voru í samskiptum við vitnin en þó kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki beri að taka vitnisburð þeirra til greina því þau funduðu með öðrum aðilum málsins.” Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag og málið verður svo dómtekið.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15