Methagnaður Skoda Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 11:22 Svona gæti 7 sæta jeppi Skoda litið út. carwow Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hagnaðist tékkneski bílaframleiðandinn Skoda meira en fyrirtækið hefur áður gert á sama tíma. Hagnaður Skoda nam 104 milljörðum króna og jókst hann um 12,7% frá síðasta ári. Skoda seldi 791.500 bíla á þessum 9 mánuðum og jókst salan um 2,2%. Rekstrartekjur jukust um 5,7% og því hefur hver seldur bíll verið nokkru dýrari í ár en í fyrra. Skoda velti 1.325 milljörðum króna á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Skoda hóf sölu á nýrri kynslóð Superb, stærsta fólksbíls fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hefur honum verið tekið með kostum og á hann þátt í góðri sölu Skoda þetta árið. Uppfærð útgáfa Octavia kemur á markað árið 2017 og líklega líka 7 sæta jeppi sem mun fást með hefðbundnum brunavélum en einnig sem Plug-In-Hybrid bíll. Skoda mun selja yfir 1 milljón bíla í ár en stefnir að því að selja 1,5 milljón bíla innan nokkurra ára. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hagnaðist tékkneski bílaframleiðandinn Skoda meira en fyrirtækið hefur áður gert á sama tíma. Hagnaður Skoda nam 104 milljörðum króna og jókst hann um 12,7% frá síðasta ári. Skoda seldi 791.500 bíla á þessum 9 mánuðum og jókst salan um 2,2%. Rekstrartekjur jukust um 5,7% og því hefur hver seldur bíll verið nokkru dýrari í ár en í fyrra. Skoda velti 1.325 milljörðum króna á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Skoda hóf sölu á nýrri kynslóð Superb, stærsta fólksbíls fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hefur honum verið tekið með kostum og á hann þátt í góðri sölu Skoda þetta árið. Uppfærð útgáfa Octavia kemur á markað árið 2017 og líklega líka 7 sæta jeppi sem mun fást með hefðbundnum brunavélum en einnig sem Plug-In-Hybrid bíll. Skoda mun selja yfir 1 milljón bíla í ár en stefnir að því að selja 1,5 milljón bíla innan nokkurra ára.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent